Saga - 2014, Síða 128
Andmæli við doktorsvörn
Írisar ellenberger
Föstudaginn 29. nóvember 2013 varði Íris ellenberger doktorsritgerð sína í
sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Írisar ber heitið Danskir inn-
flytjendur á Íslandi 1900–1970. Félagsleg staða, samþætting og þverþjóðleiki.
Andmælendur í doktorsvörninni voru valur Ingimundarson, prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands, og kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði
við sama skóla. Leiðbeinandi Írisar var Guðmundur Jónsson, prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands, en í doktorsnefnd sátu auk hans Helgi Skúli
kjartansson og Guðmundur Hálfdanarson, prófessorar við sama skóla. Hér
á eftir fara andmælaræður þeirra vals og kristínar.
valur ingimundarson
Doktorsritgerð Írisar ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970.
Félagsleg staða, samþætting og þverþjóðleiki, er yfirgripsmikil rannsókn á sögu
danskra innflytjenda á 20. öld og tengslum þeirra við Ísland og Danmörku.
Höfuðáherslan er á stöðu Dana á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar, en
samanburðurinn við danska innflytjendur eftir síðari heimsstyrjöld fram til
loka 7. áratugarins sýnir glöggt þær félagslegu breytingar sem urðu á
högum þeirra á 70 ára tímabili. Íris færir rök fyrir því að í upphafi 20. aldar
hafi Danir haft margvíslega möguleika á að staðsetja sig gagnvart meiri-
hlutasamfélaginu á Íslandi í skjóli tengslaneta, fullra borgararéttinda og
ómótaðra þjóðernishugmynda Íslendinga. Þeir hafi ekki þurft að gangast
undir samlögunarkröfur, heldur getað viðhaldið menningu sinni og bland -
ast nærsamfélagi sínu á eigin forsendum. Í krafti „menningarauðmagns“
hafi þeir haft afgerandi áhrif á samfélagsþróun og lagt mikið af mörkum til
nútímavæðingar á Íslandi. Samþætting danskrar og íslenskrar menningar
hafi orðið í þéttbýli, einkum í Reykjavík, þar sem flestir Danir settust að.
Þannig hafi myndast vísir að þverþjóðlegu samfélagi, — samfélagskimar
þar sem gagnkvæm aðlögun átti sér stað.
Þetta ástand hafi þó ekki varað lengi því að strax á fyrsta áratug 20.
aldar hafi þol gagnvart því sem Íris nefnir „fjölmenningu“ minnkað vegna
vaxandi þjóðernishyggju. Snertiflötum íslenskrar og danskrar menningar
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 126