Saga - 2014, Page 129
hafi fækkað samfara aukinni kröfu um samlögun. Þessi þróun er m.a. rakin
til sjálfstæðismálsins, fánatökunnar og þróunar háskólamenntunar og Ís -
lands sögukennslu. eftir að Ísland fékk fullveldi héldu Danir reyndar forrétt-
indastöðu sinni gagnvart öðrum útlendingum, enda nutu þeir óskertra
borgararéttinda allt fram til lýðveldisstofnunar. Útlendingalögin frá árunum
1920 og 1927 höfðu því ekki bein áhrif á þá. Hins vegar leitast Íris við að
sýna fram á að staða þeirra hafi veikst samfara minnkandi stjórnmála- og
efnahagsáhrifum auk þess sem dregið hafi úr félagslegum hreyfanleika
þeirra. Hér hafi ekki aðeins komið til breytingar á stjórnmálasambandi
Danmerkur og Íslands. Með tilkomu Háskóla Íslands hafi íslenskt mennta-
kerfi byggst upp auk þess sem viðhorf gagnvart íslenskri tungu hafi breyst.
Þá hafi kennslubækur í sögu dregið upp fjandímyndir af Dönum og sam-
skiptum þeirra við Íslendinga gegnum aldirnar. Þverþjóðlegir kimar hafi
smám saman horfið og Danir hætt að verða fyrirmyndir um nútíma væð -
ingu. eftir síðari heimsstyrjöld hafi þeir endanlega glatað sérstöðu sinni,
enda hafi þeim verið gert að samlagast eins og öðrum innflytjendum. Hér
er því öðrum þræði um að ræða „hnignunarsögu“ Dana á Íslandi. Þótt þeim
hafi fjölgað mjög mikið eftir síðari heimsstyrjöld minnkuðu áhrif þeirra
stöðugt samfara breyttri félagssamsetningu — og það sama má segja um
framlag þeirra til efnahagsþróunar og menningarlífs á Íslandi.
Í ritgerðinni eru mikilvægir þættir í efnahags-, félags- og menningar-
samskiptum Dana og Íslendinga greindir. Nálgunin er ekki aðeins sagn -
fræði leg, heldur er hún einnig reist á aðferðum og kenningum í öðrum
greinum eins og mannfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. víðtæk frum-
heimildavinna liggur að baki rannsókninni. efnið spannar langt tímabil —
og sá hópur sem fjallað er um tók miklum félagslegum breytingum frá alda-
mótum til loka 7. áratugarins. Höfundur hefur gert sér far um að afla ólíkra
og fjölbreytilegra heimilda, og má þar nefna skjalasafn Thomsens-verslun-
arinnar, manntalstölur og viðtöl við fjölda einstaklinga.
Íris ellenberger ber saman tvo ólíka samfélagshópa: Í fyrstu tveimur
hlutunum beinir hún sjónum að Dönum, sem heyrðu efri eða millilögum
samfélagsins til, einkum áhrifamiklum verslunarmönnum eða iðnaðar-
mönnum með sérfræðiþekkingu. Í þriðja hlutanum fjallar hún um millistétt-
arfólk og ófaglært fólk, sem þá var í miklum meirihluta danskra innflytj -
enda. Höfundur viðurkennir að fullmikil áhersla sé lögð á þá sem stóðu
ofarlega í samfélagsstiganum á kostnað þeirra lægra settu. Heimildafæð hafi
ráðið þar nokkru, þótt meirihluti þeirra Dana sem voru búsettir í Reykjavík
hafi verið úr efri stéttum í upphafi tímabilsins. Sjónarhornið færist hins
vegar niður á við þegar líða tekur á öldina og Danir glata valdastöðu sinni
(bls. 96–97).
Í ritgerðinni má greina gagnrýna afstöðu til íslenskrar þjóðernishyggju
á þeirri forsendu að hún hafi þrengt að útlendingum — þótt Danir hafi
haldið lagastöðu sinni til ársins 1944 — og átt þátt í að útrýma þverþjóðleg-
andmæli 127
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 127