Saga


Saga - 2014, Qupperneq 133

Saga - 2014, Qupperneq 133
stjórnvalda, auk þess sem margir Danir tóku því mjög illa hvernig Íslend - ingar höfðu staðið að uppsögn Sambandslagasamningsins. Það hefði verið áhugavert í þessu samhengi að kanna hug þeirra Dana sem hingað fluttu til lýðveldisstofnunar. Almennt er ekki nógu mikil áhersla lögð á sögusviðið, einkum áhrif tveggja heimsstyrjalda á viðfangsefnið. Stundum er eins og höfundur horfi framhjá þeim þáttaskilum sem þær mörkuðu og djúpstæðum áhrifum þeirra á samskipti Dana og Íslendinga. Síðari heimsstyrjöld er t.d. flokkuð með mun léttvægari atburðum eins og afnámi Garðsstyrks sem lið í „að beina sjónum Íslendinga í burtu frá Danmörku“, eins og það er orðað (bls. 190). Reykjavík tók endanlega við af kaupmannahöfn sem miðstöð íslenskr- ar verslunar í fyrri heimsstyrjöld. eins og kemur fram í ritgerðinni var það einmitt árið 1916 sem Ditlev Thomsen ákvað endanlega að hætta verslunar- rekstri á Íslandi og flytjast til Danmerkur, enda höfðu öll viðskipti við Þýskaland, helsta viðskiptaland hans, stöðvast. Önnur ástæða síminnkandi áhrifa Dana á nútímavæðingu á Íslandi var að Bandaríkjamenn tóku við því hlutverki í síðari heimsstyrjöld. Íris telur að Ísland hafi í raun verið „fjölmenningarlegra“ í upphafi aldarinnar en þegar leið á hana, ekki síst vegna danskra áhrifa. Sú túlkun er mjög umdeil- anleg, enda hafði seinni heimsstyrjöldin geysileg menningar- og samfélags- áhrif vegna hersetunnar og annarra þátta. en ekkert er fjallað um dvöl Breta og Bandaríkjamanna í samhengi við Dani eða útlendinga á Íslandi á stríðsár- unum þegar fjölmörg þverþjóðleg rými mynduðust milli þeirra og Íslendinga. Það er eins og hin þverþjóðlegu rými hafi horfið á Íslandi eftir að Danir hættu að fylla upp í þau. Fullyrða má að slík framsetning sé villandi þegar staða útlendinga á Íslandi er sett í víðara samhengi. ekki hefði þurft að fjalla ýtarlega um þennan þátt, en það hefði átt að minnast á hann. Íris vill minnka vægi orðræðu sem ýti undir það viðhorf að fólk af ákveðnu þjóðerni myndi óumbreytanlega heild. Því styðst hún frekar við hugtök eins og „innflytjendur“ eða „útlendinga“ en að tala um þjóðernishóp (bls. 24–25). Það er m.a. rökstutt með því að vísa til þess að sá afmarkaði hópur valdamikilla Dana hafi skarast við fámenna íslenska valdastétt. Því eigi ekki að yfirfæra hagi hans um of á þá sem töldust Danir á Íslandi. Taka má undir það með Írisi að stéttatengsl hafi dregið úr vægi þjóðernistengsla og því eigi að leggja áhersla á hin fyrrnefndu sem greiningartæki. Danskt og íslenskt ætterni var oft samofið. eins og hún bendir á voru Danir í efri lögum bæjarsamfélagsins ekki aðeins hluti af hópi danskra innflytjenda heldur heyrðu einnig til stéttar heldri borgara í þéttbýli. Þeir gátu átt mun meiri samleið með íslenskri yfirstétt en dönsku lágstéttarfólki, eins og Thomsen-verslunin er gott dæmi um. Hins vegar má spyrja hvort of lítið sé gert úr þjóðerni í nafni samþætt- ingar og menningarlegs bræðings. eins og áður sagði heldur Íris því fram andmæli 131 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.