Saga


Saga - 2014, Side 135

Saga - 2014, Side 135
Öll sjálfstæðisbarátta og barátta gegn nýlendustefnu gengur út á að afmarka sig frá því ríki eða þeim hópi sem fer með forræði á því svæði sem tekist er á um. Slík afstaða er forsenda þjóðríkismyndunar og liggur jafnan upprunagoðsögnum þjóða til grundvallar. Í því ljósi má greina ákveðna tog- streitu í túlkun höfundar í ritgerðinni — þ.e. milli „menningarauðmagns“ annars vegar og stjórnmála- og efnahagsvalds hins vegar. Hún er ekki svo auðveldlega leyst — eins og ráða má af frásögninni — með því að segja að Danir hafi lagt mikið af mörkum til menningar og nútímavæðingar á Íslandi en viðurkenna jafnframt að þeir hafi notið forréttinda í skjóli pólitísks forræðis Danmerkur. Öll áherslan í ritgerðinni er á fyrra atriðið. Höfundur telur að samþættingin hafi byggst á valdamisræmi sem gerði Dönum kleift að notfæra sér lágt menningarstig Íslendinga, táknræna tengingu við nútímann og þá virðingu sem fylgdi þjóðerni til að fleyta sér upp virðing- arstigann og treysta samfélagsstöðu sína. en það að þessi valdatengsl eru ekki skoðuð sérstaklega dregur verulega úr vægi hennar í röksemdafærsl- unni. einnig má spyrja hvort sú ákvörðun að ræða um innflytjendur eða útlendinga fremur en þjóðernishóp sé í raun í fullu samræmi við markmið og efni ritgerðarinnar. Höfundur tilgreinir að mikill samgangur hafi verið milli Dana og annarra útlendinga í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar en ræðir hann ekki frekar nema hvað hann minnist á félagasamtök Norður - landabúa. Norðmenn voru enn fjölmennari en Danir í upphafi, þótt það hafi ekki verið lengi. Auk þess var stéttastaða þeirra önnur, því að þeir stunduðu frekar verkamannavinnu og fiskveiðar. Höfundur rökstyður það val sitt að einblína á Dani með því að benda á að þeir hafi verið fjölmennastir allra útlendinga fram á níunda áratug 20. aldar (það er reyndar ekki rétt vegna þess að hér voru mun fleiri Bretar og Bandaríkjamenn á stríðsárunum) og allt að helmingur erlendra ríkisborgara á Íslandi frá 1930 til 1960. Auk þess hafi félagsleg og lagaleg staða þeirra verið frábrugðin stöðu annarra útlend- inga til loka síðari heimsstyrjaldar. ef viðmiðið er útvíkkað má færa rök fyrir því að það kalli á samanburð við aðra hópa útlendinga eftir að Danir misstu forréttindastöðu sína. eins og innflytjendaumræða í nútímanum ber glöggt vitni um er mikil lagskipting meðal þeirra innflytjendahópa sem hér búa. Í umfjölluninni um tímabilið 1944–1970 er hins vegar ekki minnst á aðra útlendinga en Dani eða stöðu þeirra gagnvart öðrum útlendingum. Hér er ekki ætlast til að þess að fara hefði átt út í kerfisbundinn samanburð, en það hefði mátt huga að samhenginu: að gjörbreyttar aðstæður á högum Dana kunni að kalla á ný viðmið í greiningunni. Höfundur telur að hugmyndir um danskt eðli og óþjóðleika Reykja - víkur séu ekki eingöngu til vitnis um dönsk áhrif á Íslandi. Hún undirstriki einnig að höfuðstaðurinn hafi verið vettvangur þar sem gagnkvæm áhrif beggja þjóða mótuðu menningu, tungu, venjur og siði. eins og Íris kemst að orði: „Reykjavík var þannig hvorki dönsk né íslensk heldur sérstakt menn- andmæli 133 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.