Saga - 2014, Page 143
útlendingar né innfæddir verið búnir að taka mjög skýra afstöðu til eigin
þjóðernis eða samsama sig með öðrum á grundvelli fæðingarlands“ (bls.
25). Spyrja mætti hvort það að vera Dani sé megináhersluatriði í rannsókn-
inni: er ekki einmitt áhugavert að nota hugtakið þjóðernishópur eða
etnískur hópur og skoða þanmörk þess, af hverju það á við og af hverju
ekki? Í ritgerðinni segir svo: „Þó er nokkuð víst að stærstur hluti þeirra
landsmanna sem fæddir voru í Danmörku hafi talið sig Dani, a.m.k. á ein-
hverju æviskeiði“ (bls. 42), og þetta vekur einmitt aftur spurninguna af
hverju umræða um þjóðernishópa hefði ekki verið áhugaverð. eins og
mannfræðingar hafa sýnt fram á, í tengslum við rannsóknir á þjóðernishóp-
um, geta einstaklingar í ákveðnu samhengi lagt áherslu á þjóðerni sitt en í
öðru samhengi dregið úr mikilvægi þess.14
einnig má benda á að í kenningalegri umræðu um þjóðernishugtakið
vísar ritgerðin í umræðu mannfræðinga og er þar bent á annmarka þjóð -
ernis hugtaksins, sem er vissulega mikilvægt að nálgast á gagnrýninn hátt.
Því er meðal annars haldið fram í texta ritgerðarinnar að mannfræðin hafi
verið gagnrýnd fyrir að „ýta undir eðlishyggju í fræðilegri umræðu um
þjóðir og hópa. Þ.e. að þjóðunum eða hópunum séu léð eðlislæg einkenni,
vonir og þrár í stað þess að líta á þjóðernis- og hópamyndun sem stöðugan
atburð þar sem sífellt er verið að draga línurnar og endurmeta hverjir hljóti
aðild að hópnum og hverjir ekki“ (bls. 25). Hér finnst mér einföldun á ferð,
því áhersla á flæði landamæra og endurmat aðildar að hópnum er mjög í
takt við áherslur mannfræðinnar varðandi þjóðerni, sem hafa verið mikil-
vægar í langan tíma, og má benda á klassískan inngangskafla Fredriks Barth
í bókinni Ethnic Groups and Boundaries frá 1969 í því tilliti. Þar leggur hann
áherslu á að skoða hvernig landamærum er viðhaldið milli þjóðernishópa,
frekar en að skoða eðlisbundin einkenni þeirra.15
Kyn
Í ritgerðinni er bent á að danskar konur tóku umtalsverðan þátt í uppbygg-
ingu bæjarins, sérstaklega á sviði hjúkrunar og líknarstarfsemi. einnig er
rætt stuttlega um hlutverk Thorvaldsensfélagsins, sem stofnað var 1875, og
hlutverk danskra kvenna í stofnun fagfélaga, hjúkrunarfélaga og annarra
góðgerðarfélaga. Bent er á að konurnar sem stóðu að Thorvaldsensfélaginu
gáfu meðal annars efnalitlu fólki matargjafir og héldu handavinnu nám -
andmæli 141
14 Sjá til dæmis J. Clyde Mitchell, „The kalela Dance: Aspects of Social Rela -
tionships among Urban Africans in Northern Rhodesia“, Rhodes-Livingstone
Papers 27 (1956).
15 Ethnic Groups and Boundaries. The Social Organization of Cultural Difference. Ritstj.
Fredrik Barth (oslo: Scandinavian University Press 1969).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 141