Saga


Saga - 2014, Side 151

Saga - 2014, Side 151
í dönskum blöðum. Hins vegar var enginn opinber ljósmyndari með í för þótt hirðljósmyndarar hefðu þá starfað í Danmörku um nokkurt skeið. Þegar Sigfúsi berast þau tíðindi freistar hann þess að komast að sem slíkur en án árangurs. Þótt Sigfús fengi ekki formlega stöðu sem ljósmyndari í föru neyti kristjáns IX. lét hann þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Þær sjö ljósmyndir sem varðveittar eru frá þessum viðburðum eru Sigfúsar, þrjár teknar við Reykjavíkurhöfn og fjórar á Þingvöllum. Aðeins ein af þeim, frá landgöngu konungs í Reykjavík 30. júlí 1874 (bls. 84), sýnir konung Íslend - inga, reyndar óljóst úr töluverðri fjarlægð þar sem hann fellur inn í hóp fylgdarliðs. Næsti kafli megintextans (bls. 25–30) nefnist „Ljósmyndastofan og út - breiðsla ljósmyndunar“ og fjallar m.a. um það nýmæli sem ljósmyndin var í „fábreyttu eignasafni fólks á Íslandi“. kaflinn tekur bæði til menningar- og samfélagslegra þátta, sem og tæknilegra, og miðlar mikilli þekkingu á viðfangsefninu sem vekur löngun lesanda í meira af slíku. Þriðji hluti megin- textans (bls. 33–43) nefnist „Draumurinn um Ísland í myndum“ og vísar sá titill til hugmyndar Sigfúsar um útgáfu 100 ljósmynda frá Íslandi í 25-mynda syrpum. Ætlunin var að mynda staði sem annaðhvort hefðu til að bera sér- staka og einstaka náttúrufegurð eða tengdust efni Íslendinga sagna, erlendum lesendum til skýringar og upplýsingar. Brokkgeng framgangssaga þessa verk- efnis næstu áratugi sýnir, með orðum Ingu Láru, „hve breytt bil var á milli væntinga hans um möguleg verkefni og veruleikans um hverju væri hægt að hrinda í framkvæmd“ (bls. 36). Þessi kafli er tvisvar brotinn upp með innskot- um, annars vegar um skyggnusýningar í Reykjavík og hins vegar um sérstaka myndagerð úr höfundarverki Sigfúsar sem voru ljósmyndir af fólki á hestbaki. Slíkir kaflar eru vel til fundnir og upplýsandi en uppsetning þeirra þó nokkuð truflandi við lestur. Fjórði hluti bókarinnar (bls. 45–48) er svo stutt yfirlit yfir varðveislu plötusafns Sigfúsar eymunds sonar sem skapar honum nokkra sérstöðu, auk þess sem stærsti hluti þess ljósmyndaefnis sem er varðveitt frá 19. öld á Íslandi er verk Sigfúsar og samstarfsmanna hans. Myndahluti bókarinnar skiptist í tvennt. kaflinn „Mannamyndir“ (bls. 52–69) samanstendur af völdum mannamyndum teknum í stúdíói á árunum 1866–1886. elstu myndirnar eru úr fyrstu ljósmyndaferð Sigfúsar til Ísafjarðar sumarið 1866. Á einni opnu eru birtar 12 myndir af þeim rúm- lega 50 sem varðveittar eru úr þeirri ferð og með fylgir stutt greinargerð Ingu Láru um sviðsetningar, uppstillingar og viðfang hverrar myndar. Sams konar myndasyrpur eru frá Reykjavík á árunum 1867–1870, úr Stykkis - hólmi 1868–1869, Reykjavík 1871–1875 og 1875–1885 og loks eyrarbakka sumrin 1884 og 1886. Hverju safni fylgir (sýningar)texti þar sem fjallað er stuttlega um þéttbýlisstaðina þar sem ljósmyndirnar eru teknar og félags - lega stöðu þeirra sem myndaðir eru, myndbyggingu og uppstillingar, klæðnað og form ljósmyndanna. Auk þess er gerð grein fyrir hverri mynd, skráningu hennar og þeim sem þar birtast. ritdómar 149 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.