Saga - 2017, Blaðsíða 17
minjastofnun íslands
Varðveisla menningarminja
Almennt um menningarminjar og varðveislu þeirra
Menningarminjar eru skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012:
„ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornminjar, menningar- og
búsetulandslag, kirkjugripir og minningarmörk, hús og önnur
mannvirki, skip og bátar, samgöngutæki, listmunir og nytjahlutir,
svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðar innar“.4
Minjastofnun Íslands fer með framkvæmd minjavörslu í samræmi
við ákvæði laga um menningarminjar og fer, skv. ákvæðum lag -
anna, með málefni fornleifa, húsa og mannvirkja.
Varðveisla menningarminja kallar í hverju tilfelli á mat á minjun -
um og aðstæðum þeirra. Það er markmið laga um menningar minjar
að „tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til
komandi kynslóða“5, en það er auðvitað ekki gerlegt í öllum tilvik-
um — þótt markmiðið sé göfugt.
Við hjá Minjastofnun forgangsröðum í varðveislu menningar -
minja með því að setja minjarnar sem um ræðir (hvort sem er forn-
leifar, hús eða mannvirki) í samhengi við umhverfi þeirra annars
vegar og heildarmyndina, aðrar minjar á landinu, hins vegar. Til að
geta forgangsraðað á þennan hátt þurfum við að eiga heildstæða
skráningu yfir fornleifar, hús og mannvirki í landinu, en sú er ekki
raunin í dag. Lengi hefur verið stefnt að því að fara í aðgerðir til að
flýta þessari skráningu fornleifa, húsa og mannvirkja en til þess
vantar fjármagn, sem ekki hefur fengist til verksins. Við forgangs -
röðum því eftir bestu getu en þar sem okkar mikilvægasta tæki,
heildstæð skráning, er ekki til staðar verður forgangsröðunin aldrei
annað en það sem best er vitað á þeim tíma. Að auki eru fornleifar
þess eðlis að enginn veit hvað kemur upp úr jörðinni fyrr en spurt
er að verki loknu, og því geta forsendur breyst í miðju ferli, t.d. ef
rannsókn er í gangi eða framkvæmdir eða landbrot leiðir óvæntar
fornleifar í ljós.
álitamál16
4 Vef. Alþingi. Lög um menningarminjar nr. 80/2012, 1. gr. https://www.althingi.
is/lagas/nuna/2012080.html, skoðað 18. sept. 2017.
5 Vef. Lög um menningarminjar nr. 80/2012, 1. gr.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 16