Saga - 2017, Blaðsíða 156
fólks, heldur einnig með blaðaskrifum. Að vestan komu hugmyndir
sem gengu jafnvel þvert á það sem haldið var fram í íslenskum
blöðum og tímaritum í ættarnafnamálinu. Eftirfarandi eru dæmi frá
1888 úr tveimur helstu blöðunum sem gefin voru út á íslensku í
Vesturheimi. Í Lögbergi sagði meðal annars:
Það eru margir, sem kunna illa við að kalla konur son, og vjer skiljum
það, þó að vjer sjáum ekki, að hverju leyti það fer ver í íslenzku en í
öðrum málum. Ættarnöfnin gefa og íslenzkum nöfnum tilbreyting, og
þau gera auðveldara að aðgreina ættirnar. … Eins virðist óneitanlega
eiga bezt við að Íslendingar taki sjer nöfn af íslenskum uppruna, þegar
þeir breyta nöfnum sínum á annað borð. Auk þess, sem það sýnir rækt-
arsemi við og virðingu fyrir þjóðerninu, þá er og nokkuð unnið við
það.25
Í Heimskringlu var því síðan haldið fram að nafnaskipanin á Íslandi
væri til merkis um vanþróun: „Það eru þrjár aldir síðan hinar
menntuðu þjóðir fóru almennt að brúka ættarnöfn, svo Íslendingar
eru í því tilliti að eins þrjú hundruð ár á eptir tímanum.“26 Í huga
höfundar voru greinileg tengsl milli ættarnafna og nývæðingar; að
Ísland væri á eftir öðrum löndum særði auðsjáanlega þjóðarstolt
viðkomandi.
Ofgnótt Jón-anna og fjarvera kvenna
Á Íslandi hélt ættarnöfnunum áfram að fjölga á þessum árum. Ein
af ástæðunum, sem menn nefndu fyrir því, var sú að Jón-arnir í
landinu væru einfaldlega svo margir. Einkum og sér í lagi væru
Jónar Jónssynir í raun neyddir til að taka upp ættarnöfn til þess að
aðgreina sig frá (al)nöfnum sínum. Þannig sagði í Þjóðólfi árið 1892:
„Óskandi væri … að Jónarnir fækkuðu heldur hér eptir, því að Jón
Jónsson t.d. er sama sem ekkert nafn út af fyrir sig, svo að það er
jafnvel nauðugur einn kostur að hnýta við það einhverju ættarnafni
til leiðbeiningar, enda hafa margir Jónar Jónssynir gjört það.“27 En
hve margir voru Jón-arnir? Fjöldinn var umtalsverður því að nálega
sjötti hver íslenskur karlmaður hét Jón um miðja nítjándu öld.28 Til
ættarnöfn — eður ei 155
25 „Nafnabreytingar Íslendinga“, Lögberg 8. ágúst 1888, bls. 2.
26 D.k., „Norræn nöfn“, Heimskringla 5. apríl 1888, bls. 3.
27 „Skrípanöfn—Fleirnefni—Ættarnöfn“, Þjóðólfur 4. mars 1892, bls. 53.
28 Sigurður Hansen, „Um mannaheiti á Íslandi árið 1855“, Skýrslur um landshagi
á Íslandi 1858, bls. 528–529.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 155