Saga - 2017, Blaðsíða 127
um kæru og trúu undirsátum í öllum hans ríkjum og löndum.31
Réttur undirsáta til að leita á náðir konungs var ennfremur ítrekaður
með tilskipunum og lagaboðum sem tryggja áttu greiða leið þegn-
anna með erindi sín til konungs í gengum skilvirka „supplikkins -
titusjon“ eins og norski sagnfræðingurinn Steinar Supphellen kallar
það. Einnig voru gefnar út leiðbeinandi reglur um ritun bónarbréfa
þar sem fylgja skyldi ákveðnu formi um uppsetningu. Til dæmis
áttu öll bónarbréf að vera stíluð til konungs og bera undirskrift og
nafn beiðanda og nafn ritara bréfsins.32 Árið 1753 var gefin út til-
skipun um að íslenskur almúgi mætti skrifa „Suppliquer“ á ís -
lensku, með því skilyrði að þýðing á dönsku fylgdi.33
Bónarbréf til konungs voru tekin til afgreiðslu í kansellíinu, sem
var sú stjórnsýslustofnun í Danaveldi sem hafði umsjón með málum
er vörðuðu réttarfar, kirkju-, mennta- og fjölskyldumál.34 En að
nafninu til var það konungur sem fékk öll bónarbréf til meðferðar
og voru þau afgreidd í hans nafni. Vegna mikillar fjölgunar bónar-
bréfa til konungs um miðja átjándu öld voru sett takmörk á það
hvaða málefni yrðu að koma til úrskurðar konungs og þeim málum
fjölgað sem kansellíið afgreiddi ad mandatum regis, þ.e.a.s. án þess að
brynja björnsdóttir126
31 J. Nelleman telur að eftir siðbreytingu hafi konungur sem yfirmaður kirkj -
unnar haft vald til að veita undanþágur í skilnaðarmálum áður en einveldis-
lögin voru lögfest, sbr. J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling,
bls. 20; Lovsamling for Island I, bls. 298–302 („Den souveraine kongelov 14. nóv-
ember 1665“); Kong Christians þess fimta Norsku løg á íslensku útløgd, 1. bók, 24.
kafli, gr. 1–6, d. 153–157.
32 Steinar Supphellen, „Supplikken som institusjon i norsk historie. Framvokster
og bruk, særleg først på 1700-talet“, Historisk tidsskrift 57:2 (1978), bls. 160−169;
Lovsamling for Island I, bls. 711–718 („Plakat om Memorialer og Supplicationer,
20. febrúar 1717“); bls. 743–747 („Reskript til Stiftbefalingsmand Gyldenlöve,
ang. hvorledes forholdes skal med Suppliquer, 15. ágúst 1718“).
33 Lovsamling for Island III, bls. 164–165 („Reskript til Stiftbefalingsmand Rantzau;
ang. Suppliquer fra den islandske Almue, 6. april 1753“). Hugtakið supplique,
sem notað var í danskri stjórnsýslu um bónarbréf/umsóknir til konungs, er
talið eiga uppruna að rekja til Rómarréttar og hafa þaðan verið innleitt í evr-
ópskt lagamál, sjá Andreas Würgler, „Voices from among the “silent masses”:
Humble petitions and social conflicts in eraly modern Central Europe“,
International Review of Social History 46:59 (2001), bls. 15.
34 Michael Bregnsbo, Folk skriver til kongen. Supplikerne og deres funktion i den
dansk-norske enevælde i 1700-tallet. En kildestudie i Danske kansellis supplikproto-
koller (Hederlsev: Selskabet for udgivelse af kilder til dansk historie 1997), bls.
38−39.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 126