Saga - 2017, Blaðsíða 262
sem og byggðasafna almennt, nánar tiltekið breytingum á atvinnulífinu sem
fólust einkum í vélvæðingu starfa til sjávar og sveita (bls. 21). Viðamiklar
samfélagslegar breytingar, sér í lagi þær sem fela í sér tækninýjungar, hafa
gjarnan í för með sér ótta um að gamlir starfshættir og líferni hverfi smám
saman. Þetta tengist einnig þjóðernishyggju og samfélagslegri vitund eða
sjálfsmynd samfélagsins, því þekking og skilningur á fortíð þjóðar er mikil -
væg fyrir framtíð hennar.
Margir kaflar bókarinnar bera vitni um þetta sjónarmið. Einna áhuga-
verðastur í þessu samhengi er kafli Sólveigar Huldu Benjamínsdóttur, sem
skrifar um Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Hún bendir á að
með auknum fólksflutningum úr sveitum landsins til kaupstaða (sérstak -
lega til Reykjavíkur) tók fólk aukinn þátt í átthagafélögum og lagði sig fram
um að stuðla að menningarstarfsemi í heimabyggð (bls. 149). Heiðarleg
lýsing hennar á togstreitu þeirra ólíku aðila sem komu að stofnun safnsins
vekur sérstaklega athygli, því hún lýsir vel eldmóði og sterkum skoðunum
manna á miðri 20. öld á tilgangi byggðasafna yfirleitt. Sólveig sýnir að menn
hafa ekki alltaf verið sammála um þessi mál og sýslurígur hafi verið sérleg -
ur áhrifavaldur í þróun og starfsemi safnsins. Deilan um staðsetningu
Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna ber einmitt vitni um þetta (bls.
151–155).
Heimildanotkun höfunda er víðast hvar byggð á yfirgripsmiklum rann-
sóknum á skjalasöfnum víðsvegar um landið. Vigdís Finnbogadóttir vísar
einnig, í kafla sínum um Byggðasöfn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga,
töluvert í óútgefin einkaskjöl Þórðar Tómassonar enda er hlutur hans í upp-
byggingu Byggðasafnsins í Skógum mikilvægur hornsteinn þess (bls. 67).
Helga Hallbergsdóttir byggir sögu Byggðasafns Vestmannaeyja að miklu
leyti á Bliki, menningarriti Vestmannaeyinga, blaðagreinum ýmissa frétta -
blaða og skýrslum menningarsetra á svæðinu. Þar dregur hún því viðamikl-
ar sögulegar og menningarlegar rannsóknir saman á heildstæðan og skil-
merkilegan hátt. Gjarnan hefði mátt vísa oftar í heimildir í meginmáli flestra
kafla bókarinnar, en hér bæta vel unnar heimildarskrár í lok hvers kafla tals-
vert úr sem og vel valdar beinar tilvitnanir í viðtöl, blaðagreinar og aðrar
heimildir.
Meginatriði í sögu þeirra safna sem eru uppistaða bókarinnar verða ekki
rakin á viðameiri hátt en hér að ofan. Skemmst er frá því að segja að Byggða -
söfn á Íslandi svarar þeim spurningum sem fyrir voru lagðar í upp hafi. Bókin
gefur staðgóða innsýn í sögu byggðasafna á Íslandi og samfélagslegt hlut-
verk þeirra og starf. Einnig fá einstaklingar og félög, sem stuðluðu að þróun
og fjölbreytni í íslenskri safnaflóru, góða umfjöllun eins og vera ber. Byggða -
söfn eru vitnisburður um gamalgróinn áhuga almennings á „varðveislu
menningararfsins“, en hvað það hugtak felur í sér er svo önnur umræða og
má í því samhengi nefna ritið Menningararfur á Íslandi í ritstjórn Ólafs
Rastricks og Valdimars Tr. Hafsteins. Það skal því látið ósagt hér. Þó er ljóst
ritdómar 261
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 261