Saga - 2017, Blaðsíða 261
14). Með því gefur hann til kynna að töluvert bil sé á milli sögu skoðunar
almennings og fræðimanna en ekki sé nægilegur áhugi á að rannsaka það
frekar. Þetta eru vissulega gildar spurningar en ég velti þó einnig fyrir mér
hvort þetta megi ekki líka rekja til þess að safnafræði er mjög nýtt rannsókn-
arsvið hér á landi. Námsbraut í safnafræði var ekki stofnuð fyrr en 2008 við
Háskóla Íslands. Með aukinni fræðilegri sérhæfni í rannsóknum á starfsemi,
rekstri og sögu safna eykst þörfin á yfirgripsmiklum ritum, bæði sem grunn-
ur fyrir frekari rannsóknir og til kennslu. Einnig þarf að hafa í huga, eins og
Sigurjón nefnir sjálfur, þá viðamiklu útgáfustarfsemi sem starfsmenn
margra safna hér á landi hafa staðið fyrir og gefur staðgóða innsýn í störf
þeirra (bls. 14).
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, ritstjóri bókarinnar, er mikilvægur hlekk -
ur í þróun safnafræði á Íslandi. Sem umsjónarmaður með námi í safnafræði
við Háskóla Íslands hefur hann þróað námsbraut þar sem varðveisla og
miðlun menningararfsins er tekin fyrir með tilliti til fræðilegra kenninga og
daglegra starfa og reynslu íslenskra safnamanna. Markmiðið með náminu
er að veita nemendum hagkvæma innsýn í safnastörf og að stuðla að fræði -
legri rýni á kostum og göllum núverandi starfsemi og rekstri safna. Bók sem
þessi styður sannarlega við þau markmið, því hér er kominn vísir að
kennslu bók sem gerir nemendum grein fyrir sögu og starfsemi íslenskra
safna. Hún getur því nýst til hliðsjónar við alþjóðlegar safnafræðilegar
kenn ingar og greiningar. Þessi tenging við safnafræði er einnig einn megin-
tilgangur bókarinnar, sem sagt að vera sýnisbók um starfsemi byggðasafna
og „opna augun fyrir því margbrotna starfi sem söfnin hafa staðið fyrir frá
stofnun þeirra“ (bls. 16). Bókinni er ætlað að gera grein fyrir tilurð og þróun
þeirra byggðasafna sem tekin eru fyrir — á heiðarlegan og fræðilegan hátt.
Þess ber einnig að geta að auk fræðilegra rannsókna hans um safna-
tengda starfsemi á Íslandi hefur Sigurjón einnig mikla reynslu af safnastörf-
um. Hann hefur verið safnstjóri þriggja safna, Ljósmyndasafns Reykjavíkur,
kvikmyndasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Þetta gefur
Sigurjóni góða yfirsýn yfir safnastarf hér á landi. kaflahöfundar bókarinnar
eru sömuleiðis vel kunnugir þeirri starfsemi og gera sögu byggðasafnanna
yfirleitt góð skil. Það er þó einnig ákveðinn vankantur á bókinni að starfs-
menn skuli fjalla um sögu sinna eigin safna. Þótt það gefi höfundum al-
mennt góða yfirsýn og þekkingu á sínum söfnum, mætti spyrja hvort hér
vanti ekki ákveðna faglega fjarlægð frá viðfangsefnum. Ég spyr mig því
hvort einhverju (eða einhverjum) hafi verið sleppt og af hverju?
Fyrsti kafli bókarinnar er skrifaður af Jóni Sigurpálssyni og fjallar um
Byggðasafn Vestfjarða, stofnað á tímum hernámsins, árið 1941. Upphafið er
rakið til blaðagreinar, ritaða árið 1939 af Bárði G. Tómassyni skipaverk -
fræðingi. Bárður lagði til að Ísfirðingar sameinuðust um að byggja sexæring
sem yrði vísir að héraðs- og sjóminjasafni byggðalagsins (bls. 19). Jón gerir
nokkuð góða grein fyrir drifkraftinum við stofnun Byggðasafns Vestfjarða,
ritdómar260
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 260