Saga - 2017, Blaðsíða 124
ein þeirra kvenna sem áttu frumkvæði að skilnaði. Ferli málsins
hófst á prestastefnu á Helgastöðum vorið 1781.16
Héraðsprestastefna á Helgastöðum
rannsakar heimilisofbeldi
Skjallegar heimildir um lífsferil Hólmfríðar Jónsdóttur og fjöl skyldu -
hagi eru fábrotnar og í þessari grein er stuðst við upplýsingar, sem
fram koma í gögnum um skilnað hennar, í biskupsskjalasafni og
skjalasafni danska kansellísins í Þjóðskjalasafni og Ríkisskjalasafni
Dana. Aðrar heimildir eru ættfræðirit og tiltæk sóknarmannatöl og
kirkjubækur. Hólmfríður (1756–1835) var einkadóttir áðurnefndrar
Margrétar (1730–1815) og eiginmanns hennar, Jóns Jónssonar (1705–
1784), prests á Helgastöðum við Mývatn í Þingeyjarsýslu. Jón faðir
Hólmfríðar var talinn með lærðustu prestum sinnar samtíðar en
jafnan mjög fátækur.17
Árið 1779 kom að Helgastöðum maður að nafni Þorsteinn Jóns son
(1749–1828) í þeim tilgangi að fá stöðu aðstoðarprests. Þetta sama ár
giftust Þorsteinn og Hólmfríður.18 Þorsteinn var kominn af efnafólki
og hafði verið kostaður til náms í Hólaskóla og lauk þaðan stúdents-
prófi árið 1772. Hólaskóli hafði það meginhlutverk að kenna prestsefn-
um, og að loknu námi gátu menn hlotið prestvígslu.19 Fáar heimildir
geta um aðstæður og störf Þorsteins fyrstu árin eftir út skrift úr Hóla -
skóla. Árið 1776 bjó hann á Haganesi í Þingeyjarsýslu, 1778 á Reykjum
og 1779 er hann kominn á heimili Hólmfríðar og foreldra hennar.20
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 123
16 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands). Biskupsskjalasafn BIV/6. Prestastefnubók Hóla -
biskupsdæmis 1717–1795.
17 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I‒VI
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1948‒1976), hér III. bindi, bls. 181.
18 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, bls. 215–216. Í greinargerð danska kan-
sellísins um skilnaðarmál hjónanna er vísað til frásagnar Hólmfríðar um að árið
1781 hafi hún verið gift í tvö ár. Sjá: ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Uppkast að
svarbréfi nr. 6, 24. júní 1791, „om et Ægteskabs aldeles Ophæ velse“.
19 Jón Þ. Þór, „Saga biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal.“ Skálholt 950 ára − Hólar 900
ára. Ritstj. Gunnar kristjánsson og Óskar Guðmundsson (Akureyri: Hólar
2006), bls. 386.
20 Í Alþingisbókum kemur fram að árið 1776 hafði Þorsteinn hug á að kaupa
jörðina Haganes, þar sem hann var þá búsettur, en skorti nægilegt fjármagn,
sbr. Alþingisbækur Íslands I‒XVII (Reykjavík: Sögufélag 1912–1990), hér XV.
bindi, bls. 490; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár V, bls. 215–216; III, bls. 181;
ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna. 66. bindi, bls. 4.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 123