Saga - 2017, Blaðsíða 214
í bók sinni Willard Fiske. Vinur Íslands og velgjörðamaður2 en það hefði verið
gagnlegt að fjalla um það í ritgerðinni og ef til vill kafa betur ofan í sendibréf
milli Fiskes og íslenskra skólamanna (sem ekki er gert í nefndri bók). Það
eru til dæmis varðveitt 23 bréf til Fiskes frá Jóni A. Hjaltalín, skólastjóra
Möðru vallaskóla, sem fjalla m.a. um skólastefnu á Íslandi, en kristín
minnist hvergi á þau. Sama má segja um 17 bréf frá Eiríki Magnússyni,
bókaverði í Cambridge, sem einnig ræðir um skólamál í sínum bréfum.3
Áhugi Fiskes á Grímsey og velgjörðir hans gagnvart Grímseyingum
tengjast einnig þessu efni, þ.e. hugðarefnum hans öðrum en bókasöfnun. Í
ritgerð doktorsefnis er nokkrum sinnum minnst á Grímsey og Grímseyinga,
án þess þó að verið sé að fjalla um þá sérstaklega. Í inngangi, þar sem sagt
er frá velgjörðum Fiskes gagnvart Íslendingum í stuttu máli, er greint frá því
að Fiske hafi ánafnað Grímseyingum 12.000 bandaríkjadali í erfðaskrá sinni
„sem ætlaðir voru til umbóta í Grímsey“ (bls. 3). Einnig er minnst á það í
inngangskaflanum að Fiske hafi sent skákborð og taflmenn á hvert heimili
í Grímsey og að þeir haldi enn upp á afmælisdag hans 11. nóvember ár
hvert (bls. 17). Þá er á tveimur stöðum minnst á að Fiske hafi komið á fót
bókasafni í eynni, án þess þó að fjallað sé nánar um það (bls. 204, 237). Mest
er fjallað um Grímsey í kaflanum um ferð Fiskes til Íslands 1879. Þar segir í
ritgerð kristínar:
Siglt var í nánd við Grímsey en ekki komið að landi. Fiske spurði margs
um eyna, hvort þar byggi fólk og hverjir væru lífshættir þeirra þarna
við ystu höf. Það hafði mikil áhrif á Fiske þegar hann heyrði að þar lifði
fólk talsverðu menningarlífi og að skáklistin væri kröftuglega iðkuð.
Sjálfur var hann góður skákmaður og hann ákvað að styðja við íbúana
eftir fremsta megni. Hann hélt við þá ákvörðun alla ævi. Hann var
ákveðinn í að afla sér allra tiltækra upplýsinga um eyjuna og íbúa hennar (bls.
99 — skáletrun mín).
Hér hefði verið forvitnilegt að fá umfjöllun um hvernig Fiske fór að því að
fá upplýsingar um eyjuna og íbúa hennar. Þar hefði til dæmis mátt vísa í
bréf sr. Matthíasar Eggertssonar, sem var um þetta leyti prestur í Grímsey
og skrifaði Fiske a.m.k. 12 löng og efnismikil bréf, auk þess sem hann
skrifaði fyrir Fiske skýrslur um ástandið í Grímsey á þessum tímum, lýs -
ingar á veðurfari og mannlífi. Ein skýrslan heitir: „Stutt lýsing á Grímsey og
íbúum hennar, bjargræðisvegum o.fl.“, skrifuð árið 1901. Þá er plagg, sem
hefur yfirskriftina: „Svör við spurningum Prof. W. Fiskes í Florence“, frá
andmæli 213
2 kristín Bragadóttir, Willard Fiske. Vinur Íslands og velgjörðamaður (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2008), bls. 92−100.
3 Sjá Þórunn Sigurðardóttir, Manuscript Material, Correspondence and Graphic
Material in The Fiske Icelandic Collection. Islandica 48 (Ithaca N.y.: Cornell
University Press 1996), bls. 77 og 86.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 213