Saga - 2017, Blaðsíða 197
frá árinu 1818.34 Af ýmsum heimildum má sjá að hann reyndi að
vinna að því að bæta hag geðveikra á Íslandi.35 Einnig má nefna Jón
Ögmundsen (1806–1857) sem starfaði meðal annars á Sankt-Hans
geðspítalanum í kaupmannahöfn.36
Hugmyndir Schierbecks um stofnun geðspítala á Íslandi virðast
hafa verið í mótun og stundum gætir misræmis á milli greinar hans
í Andvara og tilboðsins til Alþingis frá 12. júlí. Í Andvara minntist
hann á kostnaðinn við hvern sjúkling á dag og reiknaðist honum til
að útgjöldin hvað varðar 15 sjúklinga myndu nema um 7000 krón -
um á ári. Á móti kæmi 30.000 króna stofnkostnaður sem hann út -
vegaði. Hann lagði til að hrepparnir og landssjóður skiptu kostn að -
inum á milli sín, landssjóður tæki ¾ hluta kostnaðarins og hrepp-
arnir ¼ hluta, eftir nánara samkomulagi þingmanna og hrepps-
nefndarmanna.37 Í tilboðinu frá 12. júlí sagði hann aftur á móti:
Hvað varðar útgjöldin yrði ég að setja það í hendur hins háa Alþingis
að ákveða hvort og hve mikið landsjóður og hrepparnir greiddu í
rekstrarkostnað, nú væri því þannig háttað að hreppurinn bæri allan
kostnað er hlytist af geðveiku fólki.38
Hann varaði jafnframt yfirvöld við því að miða við rekstrartölur
holdsveikraspítalans í Laugarnesi. Annað væri upp á teningnum
þegar geðspítalar ættu í hlut. Þar þyrfti fleiri rúm fyrir hvern sjúk -
ling vegna hugsanlegra skemmda og meira húspláss vegna einangr-
unar sjúklinga. Hann talaði einnig gegn því að miða við danska
geðspítala; smæð spítalans og fjarlægðir gerðu slíkt óraunhæft.39
sigurgeir guðjónsson196
34 Jón Hjaltalín, „Um sinnisveikjur og spítala fyrir sinnisveika“, Heilbrigðistíðindi
4 (1879), bls. 9–13.
35 Hér má meðal annars vísa í þingsetu hans sem konungskjörins þingmanns
árin 1859−1879. Í bréfabók Landlæknis frá árinu 1863 má finna þingræðu um
hve illa sé búið að geðveiku fólki í Reykjavík og nauðsynlegt sé að koma upp
sérbúnum geðspítala. Þ.Í. skjalasafn landlæknis, A bréfabók XIIII, bindi, 1862−
1865, bls 44−51; Tíðindi frá Alþingi Íslendinga, 1863, fyrri partur, bls. 103.
36 Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jónsson, Læknar á Íslandi, bls. 181.
37 Christian Schierbeck, „Nokkur orð um geðveikrahæli á Íslandi“, bls. 203−204.
38 ÞÍ. Skjalasafn landshöfðingja, dagbók I nr. 272. Bréf Christians Schierbecks til
Alþingis frá 12. júlí 1901. Frumtexti: „Om den islandske Landkasse, eller om
den i Forening med Sognekasserne, og om hvor meget hver af disse kasser
skal betale det er noget jeg fuldstændigt maa overlade til det höje Althing at
afgöre. Nu betaler Sognekasserne jo alene alle Udgifterne ved de sindssyge.“
39 Sama heimild.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 196