Saga - 2017, Blaðsíða 234
sem margir þeirra námu land fyrr og síðar. Bókin lýsir því hvernig norðvest-
urhluti Ameríku varð tilraunastöð kanadískra stjórnvalda fyrir frjálshyggju
og í nýlendustjórnun. Aðferðafræði sína sækir Ryan til nýju samveldissög-
unnar (new imperial history), sögu fólksflutninga (migration history), einsögu-
rannsókna (microhistory) og rannsókna á sögu frumbyggja (indigenous people).
Ryan skiptir bók sinni í sjö kafla auk inngangs og lokaorða. Í fyrsta kafl-
anum setur hann flutninga Íslendinga til Nýja-Íslands í samband við stefnu
stjórnvalda í kanada um hverjir væru æskilegir innflytjendur frá Evrópu.
Þar var svipað uppi á teningnum og í Bandaríkjunum; fólk frá Norður lönd -
um og Norður-Þýskalandi var talið skylt Engilsöxum og hæfa þess vegna
köldu loftslagi kanada. Auk þess var talið að það deildi frjálslyndisstefnu
með Engilsöxum og væri mótmælendur eins og þeir. Norður-Evrópubúar
mundu því eiga auðvelt með að aðlaga sig aðstæðum í kanada. Annar kafl-
inn ræðir hugmyndir stjórnvalda í kanada um byggingu vesturhluta lands-
ins en í þriðja kafla er sagt frá vesturflutningum Íslendinga og orsökum
vesturfaranna. Jafnframt er sýnt hvernig fjölskyldutengsl og keðjuflutningar
sveitunga höfðu áhrif á hverjir námu fyrst land í Nýja-Íslandi. Í fjórða kafla
er lýst árekstrum milli frumbyggja og Íslendinganna, sem höfðu plantað sér
niður á landi sem indíánar töldu sig hafa umráð yfir, og hvernig bólusóttin,
sem herjaði í Nýja-Íslandi veturinn 1876–77, auðveldaði Íslendingunum að
ná undir sig landi frumbyggjanna. Fimmti kaflinn segir sögu Johns Taylors,
þrælahaldarans frá Barbados sem seinna varð baptistatrúboði í Ontario og
loks tengiliður kanadískra stjórnvalda við íslensku landnemana í Nýja-
Íslandi. Sjötti kaflinn greinir stjórnarfyrirkomulagið í Nýja-Íslandi fyrstu
árin. Loks er fengist við fjárhagserfiðleika landnemanna í nýlendunni,
stjórnar lánin og deilur Íslendinganna við kanadísk stjórnvöld um endur-
greiðslur á lánunum, en þau reyndu jafnvel að setja þeim, sem vildu flytja
burt í von um betri heimkynni, stólinn fyrir dyrnar.
Með því að rannsaka samband stefnu stjórnvalda í kanada og land-
námsins í Nýja-Íslandi tekst Ryan Eyford að sýna fram á að margar mýtur
um upphaf sögu Íslendinganna í kanada eru í besta falli hálfsannleikur, í
versta falli heilaspuni. kanadísk stjórnvöld vildu byggja kanada, á svipaðan
hátt og vesturhluta Bandaríkjanna, landnemum á heimilisréttarlöndum
frekar en efna til nýlendna fólks af sama uppruna, enda var hugsun þeirra
að gera Evrópumennina, sem fluttu vestur, að góðum kanadabúum sem
fyrst. Þau höfðu áhuga á Íslendingum vegna þess að þau töldu þá af sama
kynþætti og Engilsaxa. Íslensku landnemarnir, sem hafði áður verið beint
að Rosseau og kinmont í Ontario og töldu sig ekki hafa fundið þar gull og
græna skóga, lágu undir ámæli fyrir leti og ómennsku. kanadísk stjórnvöld
urðu fyrir vonbrigðum með þá og vildu ekki bera meiri kostnað af þeim.
Þeir sem gerðir voru út af örkinni til að finna betra land og velja land fyrir
byggðir Íslendinga í Manitoba höfðu ekki mikið val. Þeim var í raun beint
að suðvesturhorni Winnipegvatns. Þar voru indíánar fyrir og Íslendingarnir
ritdómar 233
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 233