Saga - 2017, Blaðsíða 250
sem uppi voru á síðari hluta nítjándu aldar og bjuggu stóran hluta starfsævi
sinnar á Vestfjörðum og Ströndum. Hér er um að ræða þá Halldór og Níels
Jónssyni, Magnús Hj. Magnússon, Þórð Þórðarson Grunnvíking og Sighvat
Grímsson Borgfirðing. Rýnt er í handritasöfnun þeirra og uppskriftir á sög-
um, rímum, kvæðum, sagnaþáttum og öðrum þjóðlegum fróðleik frá
ýmsum tímum. Þessi grundvallarþáttur íslenskrar menningararfleifðar er
metinn í ljósi starfs þessara ósérhlífnu manna sem lögðu allt undir í þeirri
viðleitni sinni að varðveita og miðla arfinum áfram. Höfundar bókarinnar
hafa áður fjallað ítarlega um handritaiðju allra þessara manna og því koma
efnistökin og nálgunin lesendum sem til þekkja ekki á óvart. Hér eru aftur
á móti dregnir saman þessir þræðir og störf handritaskrifaranna, þjóð félags -
staða þeirra og sjálfsmynd túlkuð með heildrænum hætti. Það eru helstu
nýmælin með þessu verki og gefur því gildi. Líta má á bókina sem eins kon-
ar lokahnykk í áratugalöngum rannsóknum Sigurðar Gylfa og Davíðs á efn-
inu. Í því samhengi er sér í lagi áhugaverð sú túlkun þeirra að þessir „ber-
fættu sagnfræðingar“ — eins og höfundar kjósa að kalla þá handritaskrifara
sem fjallað er um í bókinni — hafi myndað með sér eins konar örsamfélag
alþýðlegra fræðimanna, ímyndað samfélag „skáldyrðinga“ (bls. 164), svo
notað sé hugtak sem Magnús Hj. Magnússon viðhafði um sjálfan sig og sína
líka, sem leituðu hverjir aðra uppi, sköpuðu tengslanet sín á milli, áttu í inn-
byrðis samtali og jafnvel deilum um störf sín og studdu hver annan með
einum eða öðrum hætti. Þannig hafi þeir fundið réttlætingu fyrir iðju sinni,
sem oft kom niður á fjárhag þeirra og fjölskyldulífi, og um leið styrkt sjálfs-
mynd sína sem alþýðlegir fræðimenn með því að spegla sig í handritasköp-
un hver annars og skapa sér þannig sess í samfélaginu. Það er býsna frá-
brugðið þeirri tilhneigingu að líta á störf handritaskrifara hér á landi sem
einstaklingsbundið athæfi án víðari samfélagslegra eða menningarlegra
skírskotana og er mikilvægt framlag höfunda til þess að skilja og bera
kennsl á hlutverk handritaskrifara í íslensku samfélagi á fyrri tíð.
Við lesturinn kvikna ýmsar aðrar spurningar um þræði sem spretta út
af viðfangsefninu en höfundar láta vera að elta uppi og rekja. Var þetta
ímyndaða samfélag alþýðufræðimanna til að mynda nýjung í íslensku sam-
félagi á síðari hluta nítjándu aldar eða má líta á þennan hóp manna sem arf-
taka (eða jafnvel síðustu kyndilbera) aldagamallar hefðar, þar sem bók-
hneigðir (eða handritahneigðir) einstaklingar skapa sér með þessum hætti
sess í samfélaginu og mynda með sér tengsl, jafnvel landshorna á milli?
Höfundar gera lítið til að svara þeirri spurningu. En þegar lesin eru skrif
manna á borð við Gísla konráðsson, Daða fróða Níelsson, Jón Espólín, Níels
skálda Jónsson o.fl., það er að segja höfunda rímna, annála og handrita sem
voru einni kynslóð eldri en þeir sem hér um ræðir, kemur bersýnilega í ljós
hvernig þeir virðast þekkja til og halda sambandi hver við annan og eiga í
innbyrðis samtali um iðju sína. Fram kemur í bókinni að Sighvatur Borg -
firðingur, sem var elstur þeirra handritaskrifara sem fjallað er um í verkinu,
ritdómar 249
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 249