Saga - 2017, Blaðsíða 129
Rannsókn kari Helgesen á bónarbréfum (496) frá íbúum í Þránd -
heimsstifti í Noregi til danska kansellísins á árabilinu 1699–1734
sýndi að 19% bréfa voru frá konum af öllum stigum samfélagsins.
Eins og Helgesen bendir á, ber þó að hafa í huga að á átjándu öld
nutu konur á Norðurlöndum minni lagalegra réttinda en karlar á
flestum sviðum samfélagsins, bæði í efnahagslegu og félagslegu til-
liti.41 Fjöldi þeirra málefna þar sem konur gátu látið til sín taka var
þarafleiðandi takmarkaður og tilefni kvenna til að leita ásjár kon-
ungs færri en karla, eins og sjá má í rannsókn Helgesen. Þar kemur
fram að bónarbréf frá konum fundust í 14 af þeim 24 flokkum sem
málunum var skipt í samkvæmt erindum beiðanda.42
Rannsókn Bregnsbo leiddi í ljós að hlutfall íslenskra bónarbréfa
var lágt eða 1–5% af heildarfjölda innsendra bréfa. Sennileg skýring
á lágu hlutfalli bónarbréfa frá Íslandi, að mati Bregnsbo, var
fámenni landsins, fjarlægð þess frá Danmörku og strjálar skipaferðir
til og frá landinu.43 Í þessu samhengi má geta þess að undir lok átj-
ándu aldar, þegar Margrét og Hólmfríður voru í bréfasamskiptum
við danska kansellíið, var búið að koma á skilvirkara póstkerfi hér
á landi, bæði innanlands, með landpóstum og póststöðvum, og milli
Íslands og Danmerkur.44
Tímamótaúrskurður í Danmörku
Í júlímánuði árið 1790, þegar Margrét (þá stödd í Eyrarbakka -
kaupstað) sest niður við að skrifa konungi fyrrnefnt bónarbréf fyrir
hönd Hólmfríðar45, var nýfallinn úrskurður í Hæstarétti Danmerkur
í tveimur hjónaskilnaðarmálum. Þann 18. júní sama ár hafði Friðrik
krónprins (handhafi konungsvalds vegna geðveiki föður hans,
krist jáns VII.), í samráði við Christian Colbjørnsen, aðalráðgjafa
brynja björnsdóttir128
41 kari Helgesen, „Supplikken som kvinnehistorisk kilde“, bls. 258; Guðmundur
Jónsson, „Hvers kyns velferðarkerfi. Ísland í spegli hinna kvenvænu velferðar-
kerfa á Norðurlöndum“, Fléttur II. Kynjafræði – Kortlagning. Ritstj. Irma Erlings -
dóttir (Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla
Íslands 2004), bls. 197.
42 kari Helgesen, „Supplikken som kvinnehistorisk kilde“, bls. 258–260.
43 Michael Bregnsbo, Folk skriver til kongen, bls. 116−118.
44 Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands 1776–1873 (Reykjavík: Þjóðsaga 1996), bls.
17–18, 23, 499.
45 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Bónarbréf frá Margréti Jóhannsdóttur. Eyrar bakka -
kaupstað, dagsett 19. júli 1790 „Til kongen!“ (A 2248).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 128