Saga - 2017, Blaðsíða 101
stofnast hafði. Í stuttu máli sagt, þá var samkvæmið á Þingvöllum stór-
kostleg árshátíð. …
Jeg minnist þess ekki að hafa nokkru sinni drepið svo á þetta efni við
Íslending, að hann vítti ekki breytinguna harðlega. Og þeir harma hana
svo, að þar við jafnast ekkert nema gremja þeirra við að hugsa til þess,
að það skyldi vera íslenzkur maður, sem kom á þessari breytingu.43
Hér er Þingvöllum lýst sem heimkynnum frelsisanda og þjóðernis-
vitundar og áhersla lögð á þær minningar og tilfinningar sem
staðurinn er fær um að vekja meðal þinggesta. Að auki má nefna að
Henderson minnist sérstaklega á rústir Snorrabúðar í lýsingunni á
síðari heimsókn sinni til Þingvalla:
Þar beygðum við upp í Al mannagjá og tjölduðum í henni miðri, dálítið
þar fyrir norðan, sem er búð sú, er Snorri goði bjó í meðan á þingi stóð.
Er hún norðan við lítið skarð út úr gjánni og er þaðan fögur útsýn um
gjána sjálfa, til Öxarár og Lögbergs, og kirkjunnar og prestssetursins á
Þing völl um.44
Viðhorf heimamanna
Í áðurnefndri grein færir Sveinbjörn Rafnsson ágæt rök fyrir því að
skrif Finns Magnússonar og Baldvins Einarssonar á öðrum og þriðja
áratug nítjándu aldar hafi lagt grunninn að þeirri mynd Þingvalla
sem dregin er upp í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar á fjórða áratugn-
um. Þingvallalýsingar Hollands, Mackenzies og Hendersons setja
skrif Íslendinganna þriggja í víðara samhengi. Þess má geta að
Finnur var meðal þeirra sem Mackenzie og félagar hittu í Reykjavík
áður en þeir lögðu af stað til Þingvalla. Hann var þá tæplega þrítug-
ur að aldri, hafði verið í lögfræðinámi í kaupmannahöfn frá 1797 til
1801 og starfað síðan sem skrifari landfógeta og málflutningsmaður
við Landsyfirréttinn í Reykjavík. Samkvæmt dagbók Hollands hitti
Finnur Bretana að minnsta kosti tvívegis, fyrst á skrifstofu land -
fógetans 11. maí 1810 og lánaði hann þeim íslenska málfræðibók við
það tækifæri.45 Þeir sáust aftur yfir miðdegisverði á sama stað þrem-
ur dögum síðar, ásamt mörgum öðrum. kemur fram að Finnur var
ekki í hópi þeirra sem gátu talað við gestina á ensku við það tæki-
jón karl helgason100
43 Sama heimild, bls. 335−336.
44 Sama heimild, bls. 345.
45 Henry Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810, bls. 38.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 100