Saga - 2017, Blaðsíða 247
Milliþinganefndin lét safna nákvæmum skýrslum frá sveitarfélögum
um þurfamenn og munaðarlaus sveitarbörn fardagaárið 1901–1902 og birti
í plöggum sínum prentaða samantekt á þeim eftir Guðjón Guðlaugsson,
einn af nefndarmönnum. Þessi skýrsla Guðjóns er birt í bókinni en hún er
vel þekkt og hefur talsvert verið notuð af sagnfræðingum. Meiri fengur er
að sjálfum frumgögnunum, skýrslum sveitarfélaga, sem hér koma í fyrsta
skipti fyrir almenningssjónir. Skýrslurnar sýna nöfn þurfamanna, búsetu,
aldur og hjúskaparstöðu þeirra, fjárhæð fátækrastyrks og ástæður fyrir
styrkþörf. Mjög víða hafa hreppstjórarnir skrifað athugasemdir við einstök
nöfn til skýringar á stöðu fólks og ástandi: „Hann er drykkfelldur ráðleys-
ingi, sem á að gefa með 3 óskilgetnum börnum“ (bls. 162); „Hún er vinnu-
kona en kaupið lágt“ (bls. 173); „Aðalástæðan er óviðráðanlegur skepnu -
missir auk mikillar ómegðar, 6−7 börn, það elsta á 13 ári“ (bls. 197); „Er
ákaflega geðveik, stundum óð“ (bls. 202); „Hún er lúin og lasburða ekkja,
hefur vonum fremur ofan af fyrir sér“ (bls. 183); „Þurfamaður, er ófær til
vinnu og oft í rúminu vegna illkynjaðrar brjóstveiki“ (bls. 219); „Maður
hennar drukknaði fyrir nokkrum árum og lét ekkert eftir sig. Ekkjan á 3
börn og hefur sjálf fyrir tveimur þeirra enda er elsta barnið komið um ferm-
ingu“ (bls. 235). Þessar stórmerku athugasemdir — og raunar skýrslan öll
— draga upp dapurlega og stundum átakanlega mynd af örbirgð og
umkomuleysi hjá fátækasta hluta þjóðarinnar áður en teljandi félagsleg vel-
ferðarúrræði voru komin til sögunnar.
Á okkar upplýsingaöld er það nokkur takmörkun á útgáfu þessarar
bókar að skýrslurnar skuli ekki jafnframt vera gefnar út á stafrænu formi og
gerðar aðgengilegar á Netinu. Sú mergð upplýsinga sem þurfamanna -
skýrslurnar hafa að geyma kallar beinlínis á einhvers konar tölfræðilega
úrvinnslu. Ég tel að höfundarnir hefðu átt að ganga alla leið og birta skýrsl -
urnar á rafrænu formi til að fræðimenn og aðrir geti nýtt sér þær til rann-
sókna. Og það er ekkert of seint að gera það! Þetta leiðir hugann að því að
á Íslandi vantar almennilegan birtingarvettvang fyrir rannsóknagögn í hug-
og félagsvísindum. Víða í löndunum í kringum okkur eru til rannsókna-
gagnasöfn sem taka við rafrænum gögnum fræðimanna og tryggja þar með
varð veislu þeirra og auðvelda öðrum aðgang að þeim. Slíkt fyrirkomulag er
líka mjög í anda stefnu háskóla og opinberra aðila um opinn aðgang að
rannsóknaniðurstöðum.
Höfundarnir sjálfir hafa ekki ráðist í teljandi úrvinnslu og greiningu á
skýrslunum. Sigurður Gylfi fjallar að vísu um skýrslurnar (bls. 114–125) en
það er mikið til endursögn og útlagning á texta Guðjóns Guðlaugssonar. Þá
gerir Sigurður Gylfi tilraun, með aðstoð Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings,
til að meta hvort skýrslurnar renni stoðum undir þá fullyrðingu, sem oft var
kastað fram í opinberri umræðu, að fátæktin gengi í ættum og að fátækra-
framfærslan hafi „kennt“ einstaklingum að þiggja sveitarstyrk (bls. 38, 126–
138). Þetta er áhugaverð spurning og hefur kynslóðabundin fátækt verið
ritdómar246
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 246