Saga - 2017, Blaðsíða 102
færi.46 Á hinn bóginn er ljóst að hann þekkti vel til á Þingvöllum.
Í grein sem Finnur birti á dönsku árið 1838 minnir hann á að faðir
hans, Magnús Ólafsson í Svefneyjum (sem var bróðir Eggerts Ólafs -
sonar), hafi verið
síðasti lögsögumaðurinn á Íslandi og með honum dvaldist ég sem dreng -
ur á Alþingi á hverju sumri í hálfan mánuð. Hann var vanur að dveljast í
þeirri þingbúð, sem sagt var að forðum hefði tilheyrt hinum fræga Snorra
goða, en hún (eða rústir hennar) er enn venjulega kölluð Snorrabúð.47
Sveinbjörn vitnar til þessara orða og dregur af þeim þá ályktun að
Snorrabúð sé „líklega komin inn í kvæði Jónasar fyrir tilverknað
Finns Magn ús sonar“.48
En þeir Mackenzie hittu fleiri Íslendinga sumarið 1810 er áhuga
höfðu á sögu Þingvalla og búðaskipun þar. Þeirra á meðal var
Benedikt Jónsson Gröndal, sem verið hafði varalögmaður Magnús -
ar, föður Finns, frá árinu 1791 og tekið tímabundið við lögmanns-
starfinu um aldamótin. Var hann síðar ráðinn meðdómari við Lands-
yfirréttinn, þar sem Finnur starfaði. Meðal varðveittra afrita af „Al -
þingis Catastasis“ er eitt að hálfu leyti ritað af Benedikt en að hálfu
af Bjarna Þorsteinssyni.49 Í dagbók hins læknismenntaða Hol lands
kemur fram að Benedikt hafi verið einn af sjúklingum hans í Reykja -
vík meðan á Íslandsdvölinni stóð.50 Aðstæður voru þær að Holland
fór í læknisvitjun til Benedikts ásamt Tomas klog landlækni.
Sjúkleiki hans virtist einkum vera á geðsmunum. Síðast liðið sumar
hafði hann flækzt inn í fylgi við Jörgensen í umbrotum hans í Reykja -
vík. En þegar öll sú spilaborg hrundi og fjárhagsörðugleikar bætt ust
ofan á, féll hann í þunglyndi, sem gekk örvæntingu næst. Dr. klog bað
mig að taka til lyf handa honum, og varð ég við bón hans.51
Hér er vísað í valdatöku Jörundar hundadagakonungs (Jörgens
Jörgensen) á Íslandi sumarið 1809. Eftir að hafa mistekist að fá Ísleif
hver skóp þingvelli …? 101
46 Sama heimild, bls. 41–42. Finnur var líklega einnig viðstaddur dansleik sem
Bretarnir sóttu 11. júní, sbr. sama heimild, bls. 83.
47 Sveinbjörn Rafnsson, „Jónas Hallgrímsson og forn fræði minja“, bls. 167 (hans
þýðing). Orð Finns Magnússonar birtust í Grönlands historiske Mindesmærker II
(kaupmannahöfn: Det nordiske Oldskrift-Selskab 1838), bls. 412.
48 Sama heimild, bls. 166.
49 Bjarni lauk við sinn hluta í kringum aldamótin 1800, sjá „Alþingis Catastasis“,
bls. 139.
50 Henry Holland, Dagbók í Íslandsferð 1810, bls. 151.
51 Sama heimild, bls. 40.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 101