Saga - 2017, Blaðsíða 186
dvöldust eftir það. Það er hins vegar getið um þurfamannaframfæri
í nokkrum kirknamáldögum, eins og í máldaga Bessastaðakirkju
sem nefndur er hér að framan.25 Hafi fátækraframfærsla að ein-
hverju leyti verið í verkahring klaustranna fyrir siðaskipti er eðlilegt
að spurt sé hvers vegna þess er ekki getið í máldögum klaustranna.
Hér verður því skotið að þeirri tilgátu að eftir siðaskipti hafi
klaustrin tekið yfir í hagræðingarskyni þá fátækraframfærslu sem
gert var ráð fyrir á þeim kirkju- og kristfjárjörðum sem lentu undir
krúnunni. Ómagarnir hafi verið hýstir, fæddir og klæddir í sjálfum
klaustrunum, á ábyrgð klausturhaldara, en kristfjárjarðir settar beint
undir klaustrin og það fé sem hugsað var til fátækraframfærslu í
stofnskrám þeirra hafi því runnið beint til klaustranna.
Þá vaknar önnur spurning. Ef fátækraframfærsla var ekki í
verkahring klaustranna fyrir siðaskipti, hvers vegna lendir hún þá
á klaustrunum eftir siðbreytingu? Í því sambandi má velta fyrir sér
hvort þátttaka klaustranna í fátækraframfærslu eftir siðbreytingu
tengist Alþingisdómi frá 1574 en þar segir: „Jtem j þridiu grein ad
gialldast skuj tijund fátækum af öllum kongs jordum og kirkiunnar.
Sömuleidiss af benefici(j) jörðum. og bændakirkna jórdum. vtan
heimagardarnir sialfir. og þeirra lausafe sem kirkiunum thilkem-
ur.“26
Eins og áður sagði hafa, enn sem komið er, engar heimildir komið
í ljós um beina aðkomu klaustranna að fátækraframfærslu áður en
siðbreytingarmenn yfirtóku þau. Út frá því er eðlilegast að álykta
sem svo að klaustrin hafi einfaldlega tekið þátt í hinni al mennu
fátækraframfærslu á landinu, samkvæmt gildandi lögum á hverjum
tíma, ásamt þeim jörðum sem þeim tilheyrðu en ekki sinnt þessum
málaflokki sérstaklega.
Hér er þó rétt að hafa í huga að þögn heimilda getur verið vara-
söm sönnun. Ef til vill litu menn svo á að fátækraframfærsla klaustra
hafi verið svo sjálfsagður hlutur að óþarfi væri að minnast á hana í
stofnskrám og máldögum klaustranna. Nú eða að heimildir um
þennan málaflokk séu glataðar, því talsvert af klausturskjölum hefur
jtem fatige folck … j vett smor 185
25 Um styrki til fátækra er einnig getið í máldögum Nikulásarkirkju í Fljótshverfi,
Villingaholtskirkju og Hrunakirkju, svo dæmi séu tekin. DI II. Diplomatarium
Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn II, 1253–1350. Útg. Jón Þorkelsson (kaup manna -
höfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1893), bls. 779, 661 og 664.
26 Alþingisbækur Íslands I (1570–1581). Útg. Jón Þorkelsson, Einar Arnórsson og
klemens Jónsson (Reykjavík: Sögufélag 1912–1914), bls. 232.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 185