Saga - 2017, Blaðsíða 264
Marc Bloch, TIL VARNAR SAGNFRÆÐINNI EÐA STARF SAGN -
FRÆÐINGSINS. Guðmundur J. Guðmundsson þýddi og ritaði aðfara-
orð. Bókaútgáfan Sæmundur. Selfossi 2017. 189 bls. Heimildaskrá.
„Það er aldrei slæmt að byrja á játningu“, segir Marc Bloch framarlega í bók
sinni Til varnar sagnfræðinni (bls. 47) og víkur síðan að því sem hann nefnir
„ásókn í upphafið“, án þess svo sem að játa nokkurn skapaðan hlut. Mín
játning í upphafi yrði sú að mér hefur aldrei fyrr tekist að klára þessa bók
sem, jú, er margrómuð skyldulesning allra þeirra sem þykjast vilja starfa við
fagið. Ég reyndi fyrst þegar ég var við sagnfræðinám í París á níunda áratug
síðustu aldar og aftur vorið 2001, þegar ég keypti mér nýja útgáfu með for-
mála Jacques LeGoff og skýringum Étienne Blochs, elsta sonar höfundarins.
Ástæða uppgjafarinnar, kýs ég að segja, er sú að texti Blochs er nokkuð snú-
inn og jafnvel tyrfinn, en hugmyndir háleitar og á köflum hátíðlegar; úthald
mitt var ekki meira! Aðstæður höfundar gáfu svo sem tilefni til alvörugef-
innar umfjöllunar því hann skrifaði ritið í miðri síðari heimsstyrjöld, eftir að
Frakkland hafði gefist upp fyrir innrásarherjum Þjóðverja. Hann gekk síðan
til liðs við frönsku andspyrnuhreyfinguna en náðist. Þann 16. júní 1944 voru
Bloch og félagar hans leiddir fyrir aftökusveit og skotnir. Handritið að verk-
inu varðveittist, ófullbúið frá hendi höfundar, og árið 1949 gekk Lucien
Febvre, samstarfsmaður Blochs og vinur til margra ára, frá útgáfu þess.
Bloch fæddist í Lyon 6. júní 1886 en ólst upp í París og lauk þar háskóla-
námi. Hann barðist í fyrri heimsstyrjöld og var að henni lokinni ráðinn pró-
fessor í miðaldasögu við háskólann í Strasbourg, sem Frakkar höfðu þá náð
undir sig að nýju. Þar starfaði einnig Lucien Febvre og árið 1929 stofnuðu
þeir tímaritið Annales d’histoire économique et sociale, sem enn kemur út og
hefur haft gríðarleg áhrif á sagnfræðirannsóknir um heim allan. Megin hug -
mynd þeirra félaga var að í stað þess að rannsaka og rekja pólitíska atburði
ættu sagnfræðingar að líta til dýpri hræringa í samfélögum manna, með
öðrum orðum kanna hagræna, félagslega og hugarfarslega þætti fortíðar-
innar. Þetta þykja einföld og sjálfsögð sannindi nú til dags en voru nokkurt
nýmæli þá, og í fjölda bóka um franska sögu sýndu Bloch og Febvre og fleiri
hvernig bæri að ganga til verks. Þetta og annað varðandi Bloch rekur
Guðmundur J. Guðmundsson í stuttum en greinargóðum inngangi að þýð -
R I T F R E G N I R
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 263