Saga - 2017, Blaðsíða 75
útgáfa laganna fullharðneskjuleg. Brynjólfur Bjarnason, þingmaður
sósíalista, sagði að lögin væru stjórnarskrárbrot því að bráða-
birgðalög bæri aðeins að setja þegar um brýna nauðsyn væri að
ræða. Þar að auki efaðist hann um að hægt væri að skapa siðgæði
með lögum. Sigurjón Á. Ólafsson, þingmaður Alþýðuflokks, studdi
lagasetninguna en sagðist þó hafa áhyggjur af því að hún myndi
ekki ná jafnt yfir alla og hinir efnaminni yrðu fyrir barðinu á þeim.64
Eftir breytingar frá allsherjarnefnd voru lögin endanlega samþykkt
4. júlí 1942.65
Rétt er að geta þess að þó nokkur andstaða var við málflutning
þeirra sem kalla má siðapostula í anda kenninga um siðfár. Auk
þess voru starfsaðferðir Jóhönnu ætíð umdeildar. Þannig var aldrei
fullkomin sátt um ástandsmálin og aðgerðir gegn þeim og þær
raddir heyrðust sem bentu á galla í málflutningi siðapostulanna og
aðferðafræði lögreglunnar.66 krafan um beinar aðgerðir var aftur á
móti orðin svo hávær í samfélaginu að stefnubreyting hefði verið
nánast óhugsandi. Lögin um eftirlit með ungmennum, sem kváðu á
um stofnun Ungmennadómstóls, tóku gildi í apríl 1942. Þau veittu
heimild til að stemma stigu við óæskilegri hegðun á borð við laus-
læti, slæpingshátt og drykkjuskap.67
Í eitt og hálft ár, frá apríl 1942 til október 1943, var bráða -
birgðalögunum framfylgt. Alls voru tekin fyrir 62 mál, 26 stúlkur
voru úrskurðaðar í vist á sveitabæjum og 14 í vist á kleppjárns -
reykjahælinu.68 Til að framfylgja lögunum var sérstakri stofnun,
Ungmennaeftirlitinu undir forstöðu Jóhönnu knudsen, komið á
laggirnar innan lögreglunnar. Með setningu laganna var kröfum um
að ná tökum á ástandinu fullnægt; brugðist hafði verið við hættunni
og vandinn stofnanavæddur. Þó að orðalag bráðabirgðalaganna
væri gert kynlaust var þeim eingöngu beitt gegn stúlkum, og þarf
hafdís erla hafsteinsdóttir74
64 Alþingistíðindi 1942, B–D-deildir, B, bls. 106–109.
65 Lbs.-Hbs. Íris Cochran Lárusdóttir, „Það er draumur að vera með dáta“.
Ástand ið frá komu Bandaríkjahers til ársloka. 1941–1943. BA-ritgerð í
sagnfræði við Háskóla Íslands 2011, bls. 44, http://hdl.handle.net/1946/10675
66 Sjá til dæmis: Guðrún Brynjúlfs., „Hvaða rétt höfum við konur?“, Nýtt dagblað
7. september 1941, bls. 2 og 4; „Lögreglan verður að njóta trausts og virðingar
ef árangur á að verða af starfi hennar“, Vísir 3. september 1941, bls. 2. Sjá
einnig Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin”, bls. 129–131.
67 Stjórnartíðindi 1942 A, bls. 110 (1. nr. 62/1942).
68 Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin“, bls. 133.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 74