Saga - 2017, Blaðsíða 245
Þótt hefðbundin stjórnmálasaga móti meginsöguþráðinn í bókinni kem-
ur ýmislegt annað við sögu. Í fyrri hluta bókarinnar er ítarleg umfjöllun um
stórfyrirtækið Alþýðubrauðgerðina í Reykjavík (bls. 49–54 og 149–151). Hún
bætir nýrri vídd við sögu flokksins og eins kaflarnir um byggingu Al-
þýðuhússins við Arnarhól og þá starfsemi sem þar var rekin fyrstu árin (bls.
145–149 og víðar). Í þessum köflum fáum við að kynnast flokksmönnum
sem sjaldnar hafa komið við sögu hingað til, til dæmis Oddi Ólafssyni sem
mun hafa átt „mestan þátt í að Alþýðuhúsið reis af grunni“ (myndatexti bls.
145).
Eins leggur Guðjón sig eftir því — einkum í fyrri hluta bókarinnar — að
skoða starf flokksins utan höfuðborgarsvæðisins og þá sérstaklega þar sem
staða flokksins var sterk, eins og á Ísafirði og í Hafnarfirði. Þar koma inn í
söguna áhrifamiklir Alþýðuflokksmenn á borð við þá Vilmund Jónsson,
Finn Jónsson, Björn Jóhannesson, kjartan Ólafsson og Emil Jónssson. Auk
þess fylgja með í kaupunum áhugaverðar sögur af tilraunum með rekstur
af ýmsu tagi, svo sem Félagsbakaríið á Ísafirði og atvinnurekstur í sjávar-
útvegi og landbúnaði. Í seinni hluta bókarinnar er svo mjög áhugaverður
kafli um „krýsuvíkurævintýri“ Alþýðuflokksmanna í Hafnarfirði, þar sem
stefnan var sett á stórfelldan kúabúskap, ræktun garðávaxta (meðal annars
í gróðurhúsum), rekstur blómabúðar og gufuaflsvirkjun (bls. 297–299).
Innra starfið og hinn almenni flokksmaður hefði þó að mínu mati mátt
fá meira rúm í bókinni. Þannig hefði til dæmis gefist tilefni til að kynna til
sögunnar fleiri fulltrúa þess fjölda kvenna sem helgaði líf sitt að meira eða
minna leyti starfi fyrir flokkinn. konur koma vissulega við sögu. Til að
mynda er áhugaverð umfjöllun um hvernig konur í Framsókn brugðust við
þegar Jónínu Jónatansdóttur var ýtt til hliðar í aðdraganda bæjarstjórnar-
kosninga í Reykjavík árið 1922 (bls. 72–74). Í tengslum við umfjöllun um
byggingu Alþýðuhússins og Alþýðubrauðgerðarinnar eru jafnframt til-
greindar nokkrar konur sem lögðu sig fram um að koma þeim verkefnum í
höfn — t.a.m. þær Þjóðbjörg Jónsdóttir og Hjálmrún Hjálmarsdóttir sem
munu hafa tekið þátt í að bera grjót úr grunni Alþýðuhússins við Hverfis -
götu (83).
Guðjón segir réttilega að Alþýðuflokkurinn hafi „verið mikill karlaflokk-
ur“ og að þótt konur hafi starfað ötullega í kvenfélögum flokksins, svo sem
í Reykjavík, Hafnarfirði og á Ísafirði, hafi þau „haft takmörkuð áhrif á
stefnumörkun hans“ (bls. 335 og 391). Í stuttri umfjöllun um Samband
alþýðuflokkskvenna, sem stofnað var árið 1972, er sagt að Sambandið hafi
verið „einn lífvænlegasti vaxtarbroddur flokksins“ sem margir karlanna hafi
átt „bágt með að skynja“, enda hafi þeir verið vanir því að konurnar „sæju
einkum um kaffi og spilakvöld og ályktuðu kannski stundum um ein og
önnur málefni en krefðust sjaldnast valda“ (bls. 391).
Þessi stutti kafli (tæplega ein blaðsíða) byggist á fáeinum greinum úr
Alþýðublaðinu og samtali við Rannveigu Guðmundsdóttur, en fullyrða má
ritdómar244
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 244