Saga - 2017, Blaðsíða 23
út frá ráðleggingum Minjastofnunar áður en fagaðili er fenginn til
starfa.
Við Landssímahúsið í Reykjavík, sem reist var á árunum 1966−
1967, var áður Víkurkirkjugarður og var meginhluti hans þar sem
nú er Fógetagarðurinn. Vitað var að húsið var reist á hluta Víkur -
kirkjugarðs, enda eru margar heimildir um það og lágu fyrir er
framkvæmdarleyfi var gefið út.12 Við Dysnes í Eyjafirði13 var
fastlega gert ráð fyrir að dys og heiðinna manna grafir væru í jörðu,
ásamt öðrum mannvirkjum og mannvistarlögum, og við Bakka
austan við Húsavík var vitað að í jörðu sem og á yfirborði væru
mannvirki og mannvistarlög frá fyrri tíð, allt frá landnámi.14 Leyfi
voru veitt til þessara fornleifauppgrafta og rannsókna af Minja -
stofnun. Það sem kom í ljós í þessum rannsóknum er merkilegt og
mikilvægt í sögulegu samhengi og fyrir vikið hafa þær aukið þekk-
ingu okkar á fortíðinni. Skiljanlega sköpuðust miklar umræður um
þessar rannsóknir en mesti hitinn var um rannsóknina við Lands -
símahúsið eða svokallaðan Landssímareit í Reykjavík. Sumir vildu
meina að verið væri að svívirða þá sem þarna hvíldu og að auki ætti
byggingin síðan að hýsa hótelrekstur, þar sem áður var Landsbank -
inn og þar á undan Landssíminn. Meðan á framkvæmdum við
Landssímahúsið stóð, á árunum 1965‒1967, voru töluvert margar
grafir fjarlægðar. Við Dysnes kom í ljós fjöldi kumla, svokallaður
kumlateigur, úr heiðni ásamt öðrum og yngri minjum, sem og gripir
sem taldir eru haugfé heiðinna manna og kvenna, en þarna á að rísa
stórskipahöfn.15 Við Bakka kom í ljós bæjarhóll sem var þekktur úr
heimildum, landnámsminjar, dys, mið- og síðmiðaldaminjar, en
reisa á kísilverksmiðju á þessu svæði. Í öllum þessum rannsóknum
voru minjarnar fjarlægðar.
Sú umfjöllun sem átti sér stað í fjölmiðlum um þessar rannsóknir
var áhugaverð og þá sérstaklega vegna þess að greinilegur munur
álitamál22
12 kristján Eldjárn, „Skýrsla um Þjóðminjasafnið 1967“, Árbók hins íslenzka forn-
leifafélags 65 (1968), bls. 133.
13 Vef. „Tvær bátsgrafir á Dysnesi við Eyjafjörð“, RÚV 14. júní 2017 http://www.
ruv.is/frett/tvaer-batsgrafir-a-dysnesi-vid-eyjafjord, skoðað 27. september
2017.
14 Oddgeir Isaksen, Fornleifarannsókn á Bakka á Tjörnesi 2012–2013. Uppgraftar -
skýrsla nr. FS503-12042 (Fornleifastofnun Íslands 2013).
15 Vef. „kynntu fyrirhugaða uppbyggingu stórskipahafnar við Dysnes“, Viku-
dagur 29. maí 2008. https://www.vikudagur.is/is/frettir/kynntu-fyrirhug
ada-uppbyggingu-storskipahafnar-vid-dysnes, skoðað 27. sept. 2017.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 22