Saga - 2017, Blaðsíða 210
könnuðarins þekkta, Richards Burton, sem kom út 1875, fjórum árum áður
en Fiske kom til landsins; það vekur líka athygli að doktorsefnið nefnir varla
slík verk. Eða var Fiske kannski svo mikill islandoman að doktorsefnið sá alls
ekki neitt neikvætt við land og þjóð? Þegar rætt er um ferðir hans í landinu
— þar er byggt á dagbókum hans — virðist hann túlka flest sem verður á
vegi hans á jákvæðan hátt. Ýmsir erlendir samtímamenn hans, sem voru þó
jákvæðir í garð lands og þjóðar, létu stundum eftir sér að gagnrýna ýmislegt
í landinu. En það gerði Fiske ekki, þó að hann legði reyndar fram ýmsar
úrbótatillögur, enda báru Íslendingar Íslandsvininn á höndum sér þegar
hann kom til landsins.
Doktorsefni fullyrðir að Fiske „hafi haft það háleita markmið að gera
safn sitt að ígildi þjóðbókasafns, það er að safni sem varðveitti allt prentað
efni sem varðaði Ísland og íslenska þjóð“ (bls. 248). Hann vann í þessum
anda og lagði megináherslu á að fylla í allar eyður í safni sínu og keypti hik-
laust bækur sem ekki voru til eða varðveittar í þjóðbókasafni landsins. Fiske
tók svo ákvörðun um að flytja safnið til Bandaríkjanna og var ætlun hans að
þar kæmi það að notum við nám og rannsóknir í norrænum fræðum.
Hér koma ýmis skemmtileg athugunarefni til álita. Lítum fyrst á réttlæt-
ingar fyrir því að fágæt rit voru flutt úr landi, rit sem þjóðbókasafnið átti
jafnvel ekki. Rökin voru þá þau að varðveisla bóka væri slæm á Íslandi og
þær lægju iðulega undir skemmdum. Íslendingarnir í tengslaneti Fiskes
tóku undir þetta: heppilegt væri, af þessum ástæðum, að ýmis torfengin rit
færu úr landi þar sem varðveisla yrði í viðunandi horfi, ólíkt því sem væri
hérlendis. Mér sýnist að doktorsefni taki undir þessi sjónarmið, að ekkert
hafi verið við þetta að athuga. En er hér allt sem sýnist? Seljendur vissu
mætavel að Fiske var auðugur og þeir gátu hagnast vel á því að selja honum
bækur. Ef til vill þóttust þeir hafa hag lands og þjóðar í huga, þ.e. að koma
verðmætum í örugga höfn, en vildu fyrst og fremst hagnast á viðskiptum
sínum við Fiske?
Víkjum þá aftur að Fiske og Bourdieu. Eins og doktorsefni sýnir fram á
var Fiske mjög umhugað um land og þjóð. Í niðurstöðukafla segir m.a. á bls.
252:
Orð Fiskes í bréfi til Jóns Sigurðssonar frá 25. ágúst 1852 draga fram
meginþráðinn í þessari rannsókn: „Það er ósk mín, að framtíð hins
dásamlega eylands yðar megi í sannleika verða eins glæsileg og fortíð
þess; og það skal verða eitt aðalmarkmið ævi minnar og starfs að stuðla
á allan hátt að framgangi þess í bókmenntum og stjórnmálum.“ Fiske
sýndi þetta í verki. Lífsstarf hans var fólgið í því að halda til haga
íslenskum menningarverðmætum og búa svo um hnútana að komandi
kynslóðir gætu notið þeirra (bls. 245).
Sem fyrr getur er kenningagrunnur verksins byggður á hugmyndum
Bourdieus. Höfundurinn vinnur einkum með þessar kenningar í tengslum
andmæli 209
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 209