Saga - 2017, Blaðsíða 231
flestalla hluti sem máli skipta í textunum. Samkvæmt eðli útgáfu bréfa- og
skjalagagna, sem eru til uppflettinga fremur en samfellds lestrar, kemur víða
fyrir að skýra þurfi sama orð, fyrirbæri eða mannsævi aftur og aftur og hikar
ritstjóri sem betur fer ekki við það. Í alla staði virðist vandað mjög til skýr -
inga og víða leitað fanga. Þó má benda á að þegar Banks og félagar ríða frá
Þingvöllum áleiðis að Laugarvatni ríða þeir hjá „hills formd of Tuffa one
calld Dimen“ (bls. 96). Hér er vafalaust átt við móbergsfellið Stóra-Dímon
undir Hrafnabjargahálsi norðvestan við Lyngdalsheiði, þar er og Litli-Dímon
en í skýringargrein vísar ritstjóri til samnefndra fella í Rangár vallasýslu.
Með þessari útgáfu leggur Anna Agnarsdóttir fram fjölda gagna í frum-
gerð eða fulltrúa slíkra sem hún hefir um langt skeið unnið úr í rannsókn-
arritgerðum og erindum og lúta einkum að verslunarsögu Íslands og póli-
tískri stöðu landsins á viðsjárverðum tímum. Ljóst má vera að mikill fengur
er að þessari vönduðu heimildaútgáfu sem opnar lesanda/notanda horfinn
tíma með þess tíma eigin orðum og háttum. Fjölmörg áhugaverð atriði
koma fram í bókinni sem gera hana merkilega og minnisstæða. Fyrst og
fremst ber að nefna þá sýn á Ísland og íslenskar aðstæður sem fram kemur
í hinum markverðu dagbókum þeirra Banks og þjóns hans, James Roberts,
en dagbók hins síðarnefnda er hér gefin út í fyrsta sinn. Úr bréfaskiptunum
og skjalagögnunum má lesa ýmislegt fróðlegt um hag Íslands. Ennfremur
marga raunasögu á stríðstímum, m.a. bréf stjarnfræðingsins Thomas Bugge
til Banks 1812 sem lýsir þeirri eyðileggingu sem varð þegar Englendingar
sprengdu kaupmannahöfn og höfðu dómkirkjuna sem skotmark (bls. 491–
92). Í mörgum bréfum eru raktir hrakningar Íslendinga í ófriði til Bretlands
þar sem Banks var jafnan reiðubúinn til liðsemdar, til að mynda við Guð -
rúnu Johnsen „hundadagadrottningu“, kjartan Ísfjörð kaupmann og Magnús
Stephensen. Ásamt Þóri Stephensen sá Anna Agnarsdóttir um útgáfu á
ferðadagbókum Magnúsar Stephensen frá 1799 og 1807–1808 í handhægri
bók er út kom árið 2010 og er álíka vönduð að frágangi og sú sem hér er
fjallað um. Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen eru bráðnauðsynlegar til
lestrar við hliðina á útgáfu á skrifum Banks, því í frásögn Magnúsar birtist
sjónarhorn Íslendings sem horfir á veisluhöld, tónleika, skemmtanir og
akurlendi auðugra þjóða.
Sýn hans var ólík því sem blasti við breska rannsóknarleiðangrinum hér
á landi síðsumars 1772. Af því sem Banks sá þá gerði hann merkilega
Íslandslýsingu 1807; segir þar að tré muni ekki vaxa á þessu landi, korni
ekki verða sáð þar og lífshættir Íslendinga veki þeim aldrei gleði; hann sá
engan landsmann hlæja (bls. 258, 261).
Hafi Anna Agnarsdóttir lof og þökk fyrir sín vönduðu vinnubrögð og
þrotlausa elju við einstakt útgáfuverk sem sýnir smæð Íslands í hildarleik
stórþjóða og jafnframt alvöru okkar eldbrunna lands í augum hámenntaðra
og auðugra erlendra náttúruskoðara.
Guðrún Ása Grímsdóttir
ritdómar230
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 230