Saga - 2017, Blaðsíða 243
Guðjón Friðriksson, ÚR FJÖTRUM. SAGA ALÞÝÐUFLOkkSINS.
Forlagið. Reykjavík 2016. 575 bls. Heimildaskrá, myndaskrá og nafna-
skrá.
Í formála Árna Gunnarssonar, formanns Bókmenntafélags jafnaðarmanna,
segir að skömmu eftir að félagið var endurreist árið 2011 hafi verið ákveðið
að það mundi beita sér fyrir útgáfu á sögu Alþýðuflokksins. Stefnt var að
útgáfu fyrir aldarafmælið 12. mars 2016 og Guðjón Friðriksson ráðinn til að
„taka saman og rita” þessa sögu. Honum til aðstoðar við gagnaöflun var
fjögurra manna ritnefnd en þess er ekki getið í formálanum hvernig hún var
skipuð. Árni segir að það sé von þeirra sem standa að útgáfu bókarinnar að
„hún megi vera verðugt minnismerki um störf flokks og forystumanna í
baráttunni fyrir velferðarkerfinu og bættum hag almennings á Íslandi.” (11)
Fullyrða má að það hafi í stórum dráttum tekist vel, Guðjón hafi með
öðrum orðum skilað af sér verki sem er í góðu samræmi við væntingar verk-
kaupans. Hér er á ferðinni vönduð og ítarleg rakning á stjórnmálastarfi
Alþýðuflokksins þar sem dregin er upp mestanpart jákvæð mynd af helstu
leiðtogum flokksins, einkum þó þeim Jóni Baldvinssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni
og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Reyndar má segja að persónusaga flokksfor-
ystunnar fái meira vægi en breytingar á högum og kjörum þeirra lægst settu.
Þótt vissulega sé nokkuð ítarlega fjallað um áhuga flokksmanna á að bæta
hag almennings og byggja upp velferðarkerfi, ber meira á frásögnum af
valdabaráttu innan flokks og samskiptum við forystumenn í öðrum flokkum.
Aftan á bókinni má sjá að titill hennar vísar til þess hóps Íslendinga sem
var „í fjötrum fátæktar og áhrifalaus um eigin hag og framtíð” þegar hafist
var handa við uppbyggingu íslenskrar vinstrihreyfingar. Gera má ráð fyrir
að hann kallist á við titilinn á bók Gylfa Gröndal, Fólk í fjötrum. Baráttusaga
íslenskrar alþýðu, sem kom út árið 2003. Guðjón vísar reyndar ekki til hennar
í sínum texta en í formálanum kemur fram að bók Gylfa átti að vera fyrsta
bindið í sögu Alþýðuflokksins og að þegar hann lést, árið 2006, hafði hann
lagt drög að öðru bindi verksins. Vera má að Bókmenntafélag jafnaðar -
manna hafi lagt Guðjóni til þennan titil enda fellur hann vel að því mark -
miði félagsins að bókin skyldi verða minnisvarði um baráttu Alþýðu -
flokksins fyrir bættum hag alþýðunnar á Íslandi.
Sjálfur gefur Guðjón lítið upp um efnistök sín eða heildarsýn á framlag
Alþýðuflokksins til uppbyggingar íslensks samfélags á tuttugustu öld.
Hann vindur sér beint í efnið, án inngangs, og lýkur því á blaðsíðu 530 án
tiltekinnar niðurstöðu. Hann lætur því lesandanum eftir að ráða í hvernig
hann hefur kosið að nálgast þessa sögu. Eins fellur það í hlut lesandans að
leggja mat á hvort flokknum hafi tekist vel upp við að bæta kjör hinna lágt
settu. Í því sambandi má skjóta því inn að á Íslandi unnu tveir jafnstórir
stjórnmálaflokkar að þessu markmiði og að ósekju hefði mátt draga það bet-
ur fram í þessari bók.
ritdómar242
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 242