Saga - 2017, Blaðsíða 58
anna snerist um mörg af grundvallarmálefnum kvenréttindabaráttu
tuttugustu aldar svo sem kynfrelsi, eignarrétt yfir eigin líkama, frelsi
til ásta og hreinan og beinan sjálfsákvörðunarrétt. Því er ekki að
undra að ástandið skuli vekja áhuga háskólakvenna sem kynnst
hafa femínískum kenningum. Mannfræðingurinn Inga Dóra Björns -
dóttir safnaði saman frásögnum íslenskra kvenna, sem giftust banda-
r ískum hermönnum og fluttust vestur um haf.11 Annar mann fræð -
ingur, Herdís Helgadóttir, skrifaði meistararitgerð um ástandið,
byggða á viðtölum, og gaf seinna út bókina Úr fjötrum. Íslenskar
konur og erlendur her (2001) þar sem hún blandaði eigin minningum
frá stríðsárunum við rannsókn sína. Einnig hefur sagnfræðingurinn
Bára Baldurs dóttir rannsakað ástandið út frá kenningum Niru
yuval-Davis um þjóðernishyggju og kyngervi. Rannsókn og niður -
stöður Báru eru mikilvæg undirstaða fyrir þá grein sem hér birtist
en eins og síðar verður fjallað um bjó hin kynjaða þjóðernisum-
ræða um ástandið til grundvöll til þess að líta á það sem þjóðarvá
er gæti kollvarpað þjóðinni og sú vá var talin réttlæta harkalegar
að gerðir.12
Þegar óttinn tekur völd. Siðfár og þjóðarskelfar
kenningar um siðfár eru ættaðar frá breska félagsfræðingnum
Stanley Cohen og hefur þeim verið beitt innan félagsfræði og afbrota -
fræði til að greina og útskýra ferlið sem á sér stað þegar ótti grípur
um sig vegna frávikshegðunar tiltekins hóps og hvernig hann stig-
magnast þangað til gripið er til aðgerða. Frávikshegðunin, og hóp-
urinn sem er gerður ábyrgur fyrir henni, mótast í fjölmiðlum og í
opinberri umræðu með erkitýpum og alhæfingum þannig að til
verður vel skilgreindur hópur svokallaðra þjóðarskelfa (e. folk devils),
sem er talinn geta ógnað grunngildum samfélagsins ef ekki er tekið
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 57
11 Inga Dóra Björnsdóttir, „Public View and Private Voices“, The Anthropology of
Iceland. Ritstj. E. Paul Durrenberger og Gísli Pálsson (Iowa City: University of
Iowa Press 1989), bls 98–118.
12 Bára Baldursdóttir, „kynlegt stríð: Íslenskar konur í orðræðu seinni heimstyrj-
aldar“, 2. íslenska söguþingið 30. maí–1. júní 2002. Ritstj. Erla Hulda Halldórs -
dóttir (Reykjavík: Sögufélag 2002), bls. 64–74; Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu
fegnar skifta um þjóðerni“. Ríkisafskipti af samböndum unglingsstúlkna og
setuliðs manna“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur. Ritstj. Anna
Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands 2001), bls 301–317.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 57