Saga - 2017, Blaðsíða 110
A þessum svo merkiligum og mikilsháttar stad erum vér nu saman-
komnir, Islendíngar! og er oss þá einsætt ad veita ad því, hvørr eptir
sínu megni, ad eyrindi vort híngad verdi sem vyrduligast og gagnligast
og skémtiligast; Ella gaungum vér á móti tilfinníngum vorum, því eg
er viss um þad, ad engin af ydur hefir stígid fæti sínum á þenna helga
stad, án nockurskonar lotníngar, og saknadar og gledi; … Þad vildi eg
gæti kallad forfedur vora upp af grøfum sínum, og mættu þeir ræda
vid ydur um stundarsakir! Mundi þeim þá vyrdast ad þér hafid ærid
ad eyrinda, þótt þér eigi þyrftud ad hafa ønn fyrir landsstjórninni, og
dómum manna. Ræda þeirra mundi verda á þessa leid: „Hví sætir þad,
Børn vor! ad svo mikil umbreytíng er vordin sídan vér løgdumst í grøf
vora? Hvad er ordid af øllum skipunum sem vér eptirlétum ydur?
hvad er ordid af dugnadi þeim og hugrecki er vér sýndum í því ad
sigla yfir ókunnug høf med lidsinni himintúnglanna einna, til ad sækja
til annara landa naudsynjar vorar?71
Það er sannfærandi ályktun hjá Sveinbirni að Jónas hafi verið búinn
að lesa þessi orð þegar hann rifjaði upp í kvæðinu „Íslandi“ hvernig
„skrautbúin skip“ sögualdar „flutu með fríðasta lið, færandi varn-
inginn heim“ og spurði síðan: „Hvað er þá orðið okkart starf í sex
hundruð sumur?“72
Ræða Ármanns í öðrum árgangnum snýst þó í heildina minna
um sögulegt gildi Þingvalla en ætla mætti af skrifum Sveinbjörns. Í
því efni er fjórði árgangur Ármanns á alþingi mikilvægari. Þar er ítar-
leg greinargerð um það hvort Reykjavík eða Þingvellir séu heppi-
legri vettvangur fyrir endurreist Alþingi en það var efni sem bæði
Mackenzie og Henderson höfðu reifað. Tilefni umræðunnar í tíma-
ritinu var tilskipun Friðriks VI. Danakonungs um að koma upp
ráðgefandi stétta- eða landshlutaþingum í danska ríkinu. Ármann,
sem tók fyrstur til máls, taldi þetta vera góðar hugmyndir. Hann
sagði mikilvægt að þingstaðurinn væri a) „sem næstr midju lands-
ins“, b) „nálægr þjódvegum“, c) að þar væri „gód hagbeit fyrir
hesta“, d) þar væri „fridsamt, svoad skarkali og háreisti og ønnur
umsvif eigi glepti fyrir fulltrúunum“ og loks e) að „sá stadr yrdi val-
inn, sem framar ødrum gæti veitt Fulltrúa- eda Landsþínginu álit
hjá landsmønnum, gæti vakid fulltrúanna fødurlandsást, og upp-
hvatt þá til ad líkjast forfedrunum ad árvekni og framsýni … og til
hver skóp þingvelli …? 109
71 Sama heimild, bls. 9−10.
72 Jónas Hallgrímsson, „Ísland“, Ljóð og lausamál I, bls. 63.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 109