Saga - 2017, Blaðsíða 71
óþekkt. Bregðast yrði hratt við þar sem „hér er nú vitað um kven -
fólk í tuga tali á allra lægsta þrepi skækjulifnaðar, svo og það, að
ótrúlegur fjöldi annarra fullorðinna kvenna úr ýmsum stéttum
virðast lifa svo menningarlausu léttúðarlífi, að furðu gegnir.“ Til -
lögur Vilmundar voru svipaðar og Jóhönnu. Flytja bæri öll stúlku -
börn úr bænum, taka skyldi fyrir Bretaþvott og önnur störf sem
leiddu til samskipta íslenskra kvenna við erlent setulið. Breta -
þvotturinn var sérstaklega varasamur í augum Vilmundar því að
hann opnaði heimilin upp á gátt fyrir hermönnum en þau voru, að
hans mati, í sérstakri hættu. Hin betri heimili, lífsakkeri þjóðarinnar,
gætu til dæmis ekki lengur ráðið sér stúlkur, jafnvel þó að vel væri
boðið; þær kysu frekar að vinna á veitingastofum eða við þvott þar
sem voðinn var vís: „Ekkert stúlkubarn er óhult. Reykjavík er alls-
herjar uppeldisstöð fyrir skækjur.“50
Eftir ábendingar landlæknis skipaði dómsmálaráðuneytið ástands -
nefndina svokölluðu, sem í sátu þrír ungir menntamenn, karlmenn,
til að vinna að lausn vandans. Ástandsskýrslan, sem nefndin skilaði
af sér og varð alræmd á einni nóttu eins og oft hefur verið fjallað
um, virðist hafa verið unnin beint upp úr gögnum Jóhönnu.
Skýrslan upplýsti alþjóð um að lögreglan hefði nöfn um 500 kvenna
sem hefðu náin samskipti við setuliðið og þar af 150 sem væru á
mjög lágu siðferðisstigi. Í greinargerð, sem fylgdi skýrslunni, töldu
nefndarmenn að íslenska konan þekkti ekki muninn á heiðvirðri
konu og vændiskonu. Varað var við hættunni sem íslenskri þjóð
stafaði af þeirri ógnarþróun sem hlotist hefði af þverbrestum í
þjóðaruppeldinu, sem væru framhald af þeirri hnignun heimilis-
menningar er fylgt hefði örum samfélagsbreytingum síðastliðinna
áratuga. Heimilin hefðu varðveitt og skapað hollar venjur sem nú
væru á undanhaldi, en af því leiddi að ógurlegur fjöldi „menning-
arlegra heimilisleysingja“ yrði til. Úrlausnir ástandsnefndarinnar
voru endurómur af tillögum Jóhönnu og landlæknis, það er að segja
brottflutningur kvenna og stúlkna úr bænum og auknar heimildir
lögreglu til inngripa.51 Lögreglustjórinn, Agnar kofoed-Hansen,
taldi að þessi niðurstaða endurspeglaði aðeins um 20% vandans og
hafdís erla hafsteinsdóttir70
50 ÞÍ. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. B/1040. Siðferðisleg vandamál ’42-’45: Nr.
01-845. S. I. Siðferðisleg vandamál. Jóhanna knudsen til Agnars kofoed-
Hansens, 17. maí 1941.
51 Greinargerð Ástandsnefndarinnar. ÞÍ. Forsætisráðuneytið Ý-1. 1940–1944: B/46
Ýmislegt, Ý-I. 1. feb. 1940–jan. 1943.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 70