Saga - 2017, Blaðsíða 134
fylgdi ýmiskonar kostnaður að senda bónarbréf til konungs. Hólm -
fríður gæti hafa þurft að greiða fyrir ritun bréfsins ef hún ritaði það
ekki sjálf, þýðingu á dönsku og burðargjald (2–8 skildinga) fyrir
vottorðin og bréfin, bæði hér innanlands og til kaupmannahafnar.60
Hugsanlega gæti Margrét hafa verið eitthvað aflögufær með sínar
ekknabætur frá konungi.61 Hafi hún verið til heimilis innan suður -
amtsins á þessum tíma, þar sem stiftamtmaður sem og amtmaður -
inn yfir suðuramti og vesturamti höfðu aðsetur, var hún í betri
aðstöðu til að koma bónarbréfinu og fylgiskjölum í þeirra hendur en
Hólmfríður.62
Umsögn Meldals amtmanns vegna beiðni Margrétar er dagsett
rúmu hálfu ári eftir ritun bréfs hennar. Í bréfi sínu bað Margrét um
að Hólmfríður fengi algjöran skilnað og fram færu bú- og fjárskipti
samkvæmt hjúskaparsamningi eða á annan máta.63 Bónarbréfi Mar -
grétar til kansellísins fylgdu umsögn Meldals og vitnisburðir fyrr-
nefndra embættismanna en einnig hefur Meldal sent meðferðis til
kansellísins afrit af eldri skjölum (* á töflu 1) tengdum Hólmfríði,
sem hann hefur haft undir höndum og urðu til á fyrstu tveim árun-
um (1782–1783) eftir að hún fékk leyfi til skilnaðar að borði og sæng.
Þetta eru vottorð, annað frá sýslumanni og prófasti í Eyjafirði og hitt
frá stiftprófasti á Hólum, sem hafa að geyma jákvæða umsögn um
persónugerð Hólmfríðar.64
Tilurð þessara vitnisburða er óljós en hugsanlega hefur Hólm -
fríður þurft að útvega sér vottorðin til að fá vegabréf þegar hún var
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 133
60 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Bónarbréf Hólmfríðar ritað í Mýrasýslu þann 17.
júni 1792 „Til kongen!“ samið af Guðmundi ketilssyni sýslumanni í Mýra-
sýslu (D 3184). Burðargjöld voru mishá eftir vegalengdum og þyngd bréfa, sjá
Lýður Björnsson, „18. öldin“, bls. 189.
61 Í manntalinu 1801 kemur fram að hún fái ekknabætur frá konungi sjá: Manntal
1801. Suðuramt (Reykjavík: Ættfræðifélagið 1978), bls. 388.
62 Ragnheiður Mósesdóttir, „Forbliver ved lands lov og ret“, bls. 242; Lýður
Björnsson, „18. öldin“, bls 18–19, 85.
63 Samkvæmt bréfi Th. Meldals skilaði hann frumritum af bréfum fyrrnefndra
embættismanna til Margrétar eftir afritun þeirra. Sbr. ÞÍ. Danska kansellí
kA/45. Th. Meldal „Allerunderdanigst Erklæring“, Bessastaða konungsgarði
1. febrúar 1791.
64 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Vitnisburður Jóns Jakobssonar Espihóli 2. ágúst
1782; Vitnisburður Erlends Jónssonar prófasts Hrafnagilssókn 27. ágúst 1782;
Allerunderdanigst Erklæring Hálfdáns Einarssonar stiftprófasts á Hólum bisk -
ups garði í Skagafirði 2. júlí 1783.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 133