Saga - 2017, Blaðsíða 155
þingið stóð mjög stutt á þessum árum. Og ekki var frumvarpið
endur flutt á næsta þingi.
Umræðan, sem hélt áfram næstu ár og áratugi, gat tekið á sig
ólíklegustu myndir. Menn nýttu sér til að mynda vísanir til Jóns
Sigurðssonar. Þannig skrifaði maður, sem kallaði sig „Ættarnafns -
leysingja“, árið 1882:
Jeg átti, meðan jeg dvaldi í kaupmannahöfn, oft tal við Jón heitinn for-
seta, og heyrði aldrei á honum annað, en að hann áleit öll íslenzk ættar -
nöfn hjegóma, og sjer í lagi var honum illa við þau ættarnöfn, er end -
uðu upp á „son“ og sem hann áleit að gætu gjört glundroða og rugling
í ættartölum, þar sem maður eftir nokkra mannsaldra ekki gæti vitað,
hvort hlutaðeigandi hefði kent sig við föður sinn, afa sinn eða annan
ættföður sinn.22
Reyndar má geta þess að Jón Sigurðsson kallaði sig sjálfur Sivertsen
að dönskum hætti þegar hann hóf nám í kaupmannahöfn árið 1833,
þó að hann hafi reyndar ráðið litlu um það þegar hann var inn-
ritaður í Hafnarháskóla. Hann tók síðan upp fyrra nafn eftir 1840.23
Að hann hafi verið á móti ættarnöfnum kann vel að vera rétt og ef
til vill hefur hann farið að skrifa nafn sitt með upphaflegum hætti til
að fá betri hljómgrunn meðal væntanlegra stuðningsmanna sinna.
Á hinn bóginn verður að hafa í huga að hann kunni að laga sig að
ríkjandi hefðum í höfuðborginni. Þannig var síðar gjarnan vísað til
þeirra hjóna sem herra og frú Sigurdsson, bæði meðal Dana og
Íslendinga í kaupmannahöfn. Gegn því snerist hann ekki, svo vitað
sé, enda var til að mynda aðeins nafn Jóns á dyraspjaldi við íbúð
þeirra hjóna.24
Eitt af því sem varð til þess að glæða umræðuna um ættarnöfn
hér á landi enn frekar var sú staðreynd að þeir Íslendingar sem hófu
að flytja í stórum stíl til Vesturheims á áttunda áratug nítjándu aldar
tóku gjarnan upp ættarnöfn að sið nýrra heimkynna. Ófáir gerðu
föðurnafn sitt að nýju ættarnafni en aðrir fundu upp á einhverju
algerlega nýju, oft með íslensku yfirbragði. Milli þessara íslensku
málsvæða í gamla landinu og nýja heiminum voru talsverð sam-
skipti, ekki einungis í formi fjölmargra einkabréfa, sem fóru á milli
páll björnsson154
22 Skuld 24. febr. 1882, bls. 14.
23 Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga I (Reykjavík: Mál og menning
2002), bls. 82–83; Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson. I. Viðbúnaður (Reykjavík:
Hið íslenzka þjóðvinafélag 1929), bls. 180.
24 Páll Björnsson, Jón forseti allur? bls. 14.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 154