Saga - 2017, Blaðsíða 219
Allnokkuð er um ónákvæma meðferð heimilda í ritgerðinni, misskilning
og óljóst orðalag. Enn fremur er dálítið um rangar þýðingar úr ensku en
beinar tilvitnanir í erlend rit eru iðulega þýddar á íslensku og frumtextinn
birtur neðanmáls, því er þó stundum sleppt. Hér verða tínd til nokkur
dæmi: Höfundur tekur upp eftirfarandi tilvitnun úr ritinu The European
Delineator, containing brief, but interesting descriptions of Russia, Sweden,
Denmark, Norway &c, sem kom út árið 1815 og inniheldur ritsmíðar ýmissa
höfunda:
It is a truly singular circumstance in the history of European literature,
that letters highly flourished in the remote republic of Iceland, from the
eleventh to the fourteenth Century, and, independent of the fabulous
Sagas, which might be counted by hundreds, the solid and valuable works then
produced in this Island might fill a considerable catalogue (bls. 41, ská-
letrun mín).
Tilvitnunin er þýdd svona í ritgerð kristínar:
Það eru trúlega óvenjulegar aðstæður í evrópskum bókmenntum sem
urðu þess valdandi að skrif blómstruðu mjög vel í hinu fjarlæga
þjóðveldi Íslendinga frá elleftu til fjórtándu aldar laus við uppdiktaðan
skáldskap og sem taldi mörg hundruð vönduð og dýrmæt verk búin til á
þessari eyju og geta fyllt stóra skrá (bls. 41nm, skáletrun mín).
Hér er vitaskuld verið að tala um „hinar frábæru Íslendinga sögur“ en ekki
„uppdiktaðan skáldskap“ og merkingin er sú að auk hinna frábæru Íslend -
inga sagna voru mörg mikilvæg verk skrifuð á eyjunni, þ.e.a.s. annars konar
ritsmíðar en sögurnar.
Í kaflanum „Íslenskar útgáfur í Danmörku“, stendur: „Á seinni hluta 17.
aldar fengu nokkrir íslenskir stúdentar lærðar bækur sínar prentaðar erlendis
og þær voru þá alltaf á latínu“ (bls. 65). Hér er vísað í inngang Halldórs
Hermannssonar fyrir Icelandic Books of the Seventeenth Century, bls. xi, en þar
stendur, reyndar á bls. x en ekki xi: „… a few Icelandic students in foreign
universities had their inaugural dissertations printed; these were, of course,
always in Latin.“9 Hér er átt við prófritgerðir sem stúdentar við Hafnar -
háskóla, eins og við aðra háskóla sem byggðu á þýskri hefð, þurftu að verja
munnlega.
Ónákvæm þýðing er á bls. 80, þar sem „educated classes“ er þýtt sem
„nemar“ en ætti að vera „menntamenn“, hinar lærðu stéttir.
andmæli218
9 Halldór Hermannsson, „Introduction“, Icelandic Books of the Seventeenth Century
1601−1700. Islandica 14 (Ithaca N.y.: Cornell University Library 1922), bls.
i−xiii, tilvitnun á bls. x.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 218