Saga - 2017, Blaðsíða 244
Á undanförnum árum hafa skjalasöfn fengið til varðveislu mikinn forða
gagna sem tengjast sögu Alþýðuflokksins. Þjóðskjalasafn geymir stórt skjala -
safn Alþýðuflokksins og ASÍ (allt til ársins 1940 störfuðu flokkurinn og sam-
bandið sem ein heild). Auk þess eru á safninu, sem og á handrita deild Lands -
bókasafnsins og í Borgarskjalasafni, mörg söfn sem varpa ljósi á flokksstarfið.
Þar á meðal eru gögn úr fórum Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Emils Jóns sonar,
Hannibals Valdimarssonar, Stefáns Pjeturssonar, Benedikts Grön dal, Gylfa Þ.
Gíslasonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Sumar af þessum heimildum
eru tiltölulega nýkomnar á söfn og Guðjón nýtir þær til að komast nær
atburðarásinni. Textinn er stútfullur af tilvitnunum (stundum alllöngum) í
einkabréf flokksmanna sem í mörgum tilfellum auka skilning okkar á þeim
átökum sem urðu innan flokksins og í samskiptum við aðra flokka.
Bókin skiptist í sjö meginkafla sem afmarkast af stórum stjórnmála -
atburðum; flokksstofnuninni 1916, kosningasigrinum 1927, brotthvarfi
Héðins 1938, myndun Stefaníu 1947 og viðreisnarstjórnarinnar 1959, kosn-
ingaósigrinum 1971, formannskjöri Jóns Baldvins Hannibalssonar 1984 og
loks stofnun Samfylkingar í maí árið 2000. Þessi efnisafmörkun leiðir til þess
að stór hluti sögunnar er sagður frá sjónarhóli þeirra karla sem við þekkjum
vel úr stjórnmálasögu tuttugustu aldar. Ólafur Friðriksson, Jón Baldvinsson,
Héðinn Valdimarsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Hannibal Valdimarsson,
Gylfi Þ. Gíslason, Vilmundur Gylfason og Jón Baldvin Hannibalsson leika
þar lykilhlutverk en líka Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jónas frá
Hriflu. Reyndar virðist mér Jónas fá fullmikið pláss, þótt sannarlega hafi
hann haft mikil áhrif á sögu Alþýðuflokksins. Að sama skapi verður Gylfi
Þ. Gíslason óþarflega fyrirferðarmikill í þeim hluta sem spannar viðreisnar-
árin, eins og sjá má á eftirfarandi millifyrirsögnum úr þeim kafla: „Mennta -
málaráð herrann“, „Endurheimt handritanna“, „Umbylting skólakerfisins“,
„Grunnur lagður að blómlegu tónlistarlífi“, „Aðildin að EFTA“. Ræður hér
væntanlega nokkru að Gylfi tók sjálfur ríkan þátt í að skrifa stjórnmálasögu
þessa tímabils og margt af því nýtir Guðjón í sínum skrifum.
Áherslan á stórpólitíkina kemur auk þess fram í því hvernig saga flokks -
ins er staðsett í fræðilegri umræðu undanfarinna ára. Byggt er á og vísað til
fyrri rannsókna á íslenskri stjórnmálasögu í þröngri merkingu þess orðs,
þ.e.a.s. sögu flokksforystu og ríkisstjórna. Guðjón nýtir sér t.d. rann sóknir
þeirra Ólafs R. Einarssonar og Þorleifs Friðrikssonar frá 8. og 9. áratug tutt-
ugustu aldar og svo auðvitað eigin rannsóknir, enda hafa fáir (ef nokkrir)
sagnfræðingar skrifað jafnmikið um sögu tuttugustu aldar og Guðjón
sjálfur. Á hinn bóginn ber lítið á vísun til nýlegra rannsókna á sögu vel-
ferðar kerfisins, stjórnkerfisins, hagþróunar eða hugmyndasögu tímabilsins.
Sé haft í huga að uppbygging velferðarkerfisins var meginatriði í starfi
flokksins — að minnsta kosti framan af — vekur það t.a.m. eftirtekt að ekki
er byggt á rannsóknum þeirra Stefáns Ólafssonar og Guðmundar Jónssonar
um það efni.
ritdómar 243
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 243