Saga - 2017, Blaðsíða 137
umrætt bónarbréf til konungs, var beiðni hennar afgreidd frá kan-
sellíinu. Hvað varðar beiðni Margrétar um að fram fari bú- og fjár-
skipti segir í athugasemd kansellísins að þar skuli farið eftir lög um.67
Forsenda skilnaðarleyfis Hólmfríðar var fordæmið sem gefið var
með áðurnefndum úrskurði, 18. júni 1790, í tveimur sambærilegum
skilnaðarmálum í Danmörku. Í desember það sama ár fékk vel
efnaður norskur embættismaður, Wessel að nafni, konungsleyfi til
algjörs skilnaðar, að undangengnum skilnaði að borði og sæng í eitt
ár, gegn 40 ríkisdala greiðslu. Í rannsókn sinni á útgefnum leyfum
til algjörs skilnaðar í skjalasafni kansellísins greinir Johannes Nelle -
man frá því að árið 1791 hafi verið gefin út tvö leyfi til algjörs skiln -
aðar, en hann nafngreinir ekki hjónin sem fengu leyfin né gerir grein
fyrir búsetu þeirra (sjá töflu 2).68
Tafla 2. Leyfi Danakonungs til algjörs skilnaðar árabilið 1790−1791
ár dagsetning búseta hjóna fjöldi leyfa
1790 18. jún Danmörk 2
1790 1. des Noregur (kristjanía) 1
1791 17. jún Kemur ekki fram 1
1791 7. okt Kemur ekki fram 1
Heimildir: J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 65; Vef. RA.
Danske kancelli, F 5 forestillings protokoll 2 kvartal 1791, nr. 1304 folio 1173–
1178 https://www.sa.dk/ao-soegesider/billedviser?bsid=271726#271726,5176
1549; 4 kvartal 1791 folio 1757–1759 https://www.sa.dk/ao-soegesider/billed
viser?epid=19981075#271729,51762191 sótt 4. febrúar 2017.
Dagsetning leyfisins, 17. júní 1791, vekur athygli vegna þess að hún
kemur tvisvar fyrir í greinargerð kansellísins um mál Hólm fríðar,
auk dagsetningarinnar 24. júni 1791 þegar leyfið til hennar var
útgefið. Við dagsetninguna 17. júní 1791 er stuttur en óskýr og máður
texti en þar má sjá orðið „majest“, þ.e. vísun í konung, og númer
(Nr. 369).69 Vera má að fyrra skilnaðarleyfið árið 1791, sem Nelle -
brynja björnsdóttir136
67 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Uppkast að svarbréfi nr. 6, 24. júní 1791, „om et
Ægteskabs aldeles Ophævelse“.
68 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 64–65.
69 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Uppkast að svarbréfi nr. 6, 24. júní 1791, „om et
Ægteskabs aldeles Ophævelse“.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 136