Saga - 2017, Blaðsíða 220
Á bls. 200 er „carmen nuptiale“ sagt vera grafskrift, en það er reyndar
brúðkaupskvæði.
Í kaflanum um eindæmabækur er fjallað um Diarium Christianum eða
Daglega iðkun guðrækninnar eftir sr. Hallgrím Pétursson, sem prentuð var
1680, og um hana er þar sagt: „Hún varð ekki mjög þekkt og ekki sérstak -
lega vinsæl“ (bls. 230). Ekki eru nefndar fleiri útgáfur af ritinu í færslu
kristínar og má af þessu ráða að bókin hafi aðeins verið prentuð einu sinni
og ekki aftur sökum þess að hún hafi ekki verið mjög þekkt og ekki sérstak-
lega vinsæl. Þetta er ekki rétt því að ritið varð mjög vinsælt og það var oft -
sinnis prentað á sautjándu og átjándu öld, eins og kemur í ljós ef flett er í
Gegni, eða fimm sinnum — fyrsta pr. 1680 og síðasta 1773. Þá er ritið varð -
veitt í a.m.k. níu handritum á handritadeild Landsbókasafns Íslands –
Háskólabókasafns (ÍB 178 8vo, ÍB 856 8vo, ÍB 963 8vo, JS 400 8vo, Lbs 1119
8vo, Lbs 3953 8vo, Lbs 4203 8vo, Lbs 4422 8vo, Lbs 850 8vo) — en ég skoðaði
ekki skrár fleiri safna. Prentuðu útgáfurnar og handritin bera vitni um vin-
sældir ritsins, sem er annað af tveimur guðrækniritum sem Hallgrímur
samdi og prentuð voru á sautjándu og átjándu öld.
kristín vísar í kafla Einars Gunnars Péturssonar í Sögu biskupsstólanna
um þetta atriði en þar stendur um Diarium Christianum: „Þessi bók varð ekki
eins vinsæl og hin fyrrnefnda“ [þ.e. hitt guðræknirit Hallgríms, Sjö guðræki-
legar umþenkingar eða Eintal kristins manns við sjálfan sig].10 Þá mætti nefna
ummæli Magnúsar Jónssonar í riti hans um Hallgrím Pétursson og verk
hans: „Eintal varð enn vinsælli bók en Diarium“.11 Enn fremur segir í bók
Margrétar Eggertsdóttur, Barokkmeistaranum: „Fáir þekkja nú til þeirra rita
sem fjallað hefur verið um í þessum kafla en þau voru vinsæl á dögum höf-
undar og langt fram á átjándu öld“.12
Þessi misskilningur, eða mislestur doktorsefnis, er sérstaklega bagalegur
þar sem um er að ræða eina af þeim sjö eindæmabókum sem doktorsefni
fjallar um í sérstökum kafla.
Í kafla þar sem fjallað er um uppboð á bókum konráðs Gíslasonar árið
1891 er sagt frá tveimur bókum sem Fiske ákvað að bjóða í:
Þetta voru ritin Vinarspegill, Hólum 1618 og Catonis Disticha eða Hug -
svinns mál, Hólum 1620. Disticha var notuð sem kennslubók og engin
andmæli 219
10 Einar G. Pétursson, „Bókaútgáfa á biskupsstólunum“, Saga biskupsstólanna:
Skálholt 950 ára — 2006 — Hólar 900 ára. Ritstj. Gunnar kristjánsson og Óskar
Guðmundsson (Reykjavík: Hólar 2006), bls. 569‒604; tilvitnun á bls. 590.
11 Magnús Jónsson, Hallgrímur Pétursson. Æfi hans og starf II (Reykjavík: HF
Leiftur 1947), bls. 242.
12 Margrét Eggertsdóttir, Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms
Péturssonar. Rit 63 (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar 2005), bls. 380.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 219