Saga - 2017, Blaðsíða 25
Svæði í þéttbýli eins og Reykjavík er á hinn bóginn oft erfitt að
rannsaka. Má líkja því við flókið púsluspil, því oft er búið að byggja
og framkvæma í árhundruð ofan á fyrri mannvist og mannvirki, aft-
ur og aftur. Þetta er staðreynd og því mun flóknara við að eiga en
óraskaðar minjar. En þetta er jafnframt hluti af eðlilegri byggðarþró-
un, eða svo vilja margir meina. Hvernig sem við lítum á minjavernd
gagnvart fyrri mannvist, og þau mörgu álitamál er hana varða, tel
ég engum til framdráttar að gæðaflokka menningarminjar og vísa
ég í því sambandi í umfjöllun, sem verið hefur undanfarin misseri,
um grafarhelgi kirkjugarða og helgunarsvæði þeirra. Lesa má út úr
þeirri umfjöllun að þeir sem slíkt skrifa setji Reykjavík, Víkurkirkju -
garð í þessu tilfelli, ofar en aðra kirkjugarða eða kumlateiga sem
verið er að grafa upp annars staðar á landinu. Slíkur málflutningur
endurspeglar ekki virðingu fyrir menningararfinum. Hagsmunir
okkar sem þjóðar er að virða til jafns söguna og það sem hún hefur
skilið eftir sig, ekki sópa undir teppið því sem miður fór á fyrri tíð
og skella skuldinni, með orðaflækjum og staðreyndavillum, á minja-
vernd nútímans. Gæðaflokkun á menningararfinum, út frá því hvar
hann liggur í jörðu eða hvers eðlis hann er í hugum nútímafólks, er
vanvirðing við söguna. Opinber umræða um þessi mál hefur verið
þess eðlis að einblínt er á eitt svæði og það gert merkilegra og æðra
öðrum, sem eru sniðgengin í umræðunni, og svo er höfðinu stungið
í sandinn þegar kemur að framkvæmdum utan höfuðborgarsvæðis-
ins og minjavernd þar. Í þessu samhengi er því athyglisvert að pró-
fessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands skuli taka afstöðu með til-
liti til staðsetningar menningarminja og skrifa grein í Fréttablaðið (í
september 2017) þar sem einblínt er á höfuðborgarsvæðið en ekki
landið í heild.17 Í þessari umræðu allri er afar mikilvægt að fagaðilar
fjalli um menningarminjar þjóðarinnar á jafnréttisgrundvelli en ekki
út frá einstökum svæðum.
Minningin um það sem var
En hvað á að gera? Hver ræður því sem er gert eða ekki gert þegar
kemur að því að miðla nýrri þekkingu, setja ákveðin svæði í vernd-
arflokk, friðlýsa, setja upp minnismerki og minningarmörk, gera
einu svæði hærra undir höfði en öðrum, setja meira fjármagn í eitt
álitamál24
17 Orri Vésteinsson, „Heildarhugsun um Austurvöll og Víkurgarð“, Fréttablaðið
14. september 2017.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 24