Saga - 2017, Blaðsíða 159
færandi nema þá fyrir þær sakir að viðkomandi var ekki af hinni
„viðurkenndu“ Briems-ætt.35 Hér snýst umræðan orðið um eignar-
haldið á ættarnöfnum sem einnig mætti tala um einkaleyfi í þessu
samhengi.
Þá fóru menn að færa margvíslegri rök fyrir aukinni notkun á
ættarnöfnum, meðal annars þau að hefðbundna íslenska kenni-
nafnakerfið væri farið að verða fólki fjötur um fót á erlendri grundu.
Í því samhengi verður að hafa í huga að vélvæðing samgöngukerf-
anna gerði ferðalög fólks sífellt auðveldari. Hér segir frá þátttöku í
góðu samkvæmi en af samhenginu má ráða að höfundur hafi dvalið
um skeið í Danmörku:
Menn koma til dæmis í gott samkvæmi ytra, segjum í Höfn. Segjum að
þar sje maður og kona og dóttir þeirra. — Hvað heitir maðurinn?
Ásmundur Högnason. konan? Elísabet Brynjólfsdóttir. Dóttirin? Þuríð -
ur Ásmundsdóttir. — Til að byrja með verða menn að nefna skírnar -
nafn hvers fyrir sig ef þau eiga að nefnast rjett, og það eitt er nægilegt
til þess að „brjóta tennurnar“ í dönsku fólki. — Og setjum enn fremur
svo að húsráðendur í samkvæminu vilji nefna allt rjett, þá hefur
maðurinn eitt eptirnafn, konan annað og dóttirin það þriðja. — Slíks
þekkjast naumlega dæmi hjá kristnum þjóðum. Menn munu brosa og
hnippast á, líta hver til annars og furða sig á þessum hjónum sem bera
ekki sama nafn og eiga dóttur sem ekki heitir eptir þeim. Frúin roðnar
og dóttirin, sem ef til vill er vaxin stúlka, sáröfundar dönsku stúlkurnar
sem eru nefndar við hliðina á henni með klingjandi ættarnöfnum, þeim
sömu, sem foreldrar þeirra bera.36
Hér birtist óttinn við að Íslendingar gætu virkað hjákátlegir í augum
útlendinga, í þessu tilfelli Dana, sem hefur líklega gert málið enn
viðkvæmara í ljósi sambands landanna og undirskipaðrar stöðu
Íslands gagnvart Danmörku. Það glittir í ákveðna minnimáttar -
kennd gagnvart herraþjóðinni. Annars skín í gegn skýr viðleitni til
að falla vel að borgaralegu, kristnu og siðfáguðu erlendu samfélagi.
Til að verða þjóð meðal þjóða þyrftu Íslendingar því að aðlagast
hefðum nágrannalandanna. Þetta voru viðhorf sem æ oftar fóru að
birtast í blöðum og tímaritum. Að íslenska kenninafnahefðin væri
páll björnsson158
35 „Vítaverður ósiður“, Þjóðólfur, 28. okt. 1898, bls. 197. Briemsættin er komin út
af Gunnlaugi Guðbrandssyni Briem kringum aldamótin 1800; sbr. Vef. Svavar
Sigmundsson: „Ættarnöfn á Íslandi“, http://www.arnastofnun.is/page/aett
arnofn_a_islandi.
36 „Ættarnöfn á Íslandi“, Dagskrá 14. október 1897, bls. 305.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 158