Saga - 2017, Blaðsíða 239
kalli skipuleggjenda verkefnisins, þar sem áhersla er lögð á þróun nútíma-
samfélags og kvenréttinda á Íslandi, og skrifa um sögu sem er hluti af þeim
sjálfum, jafnt persónulega og fræðilega. Eðlilega fjallar bókin þó mest um
aðalviðfangsefni sagnfræðinga, fortíðina, og sýnir afar vel hversu þverfag -
leg sagnfræðin er orðin, og það er aðdáunarvert hve lipurlega greinarnar
passa saman þótt höfundarnir komi úr ólíkum fræðigreinum.
Margar greinanna eru vel stílfærðar, eins og sést t.d. í skemmtilegum og
lýsandi titlum (Makalausar ömmur, Óþekk(t)ar ömmur), og segja má að
nálægð fræðanna opni fyrir lesendanum verkfærakassa með ólíkum en
áhugaverðum greiningartólum. Um leið og lesandinn hugsar um sína eigin
fjölskyldusögu getur hann tengt hana við margbreytileg viðfangsefni sagn -
fræðinga og annarra fræðimanna, allt frá stjórnmálasögu og stéttavit und til
handavinnu og tilfinninga. Því að þótt konur hafi lengi verið ósýnilegar í
sögunni (bls. 161) sýnir bókin vel að ekkert er samtímanum óviðkomandi,
síst af öllu ömmurnar sem (ásamt öfunum) lögðu grunninn að samfélagi
nútímans.
Rósa Magnúsdóttir
Sverrir Jakobsson, AUÐNARÓÐAL. BARÁTTAN UM ÍSLAND 1096–
1281. Sögufélag. Reykjavík 2016. 337 bls. kort. Tilvísanaskrá, ritaskrá,
mannanafnaskrá.
Í bókinni Auðnaróðal ræðst Sverrir Jakobsson í það mikla verkefni að rekja
þróun stjórnmála á Íslandi á tímabilinu 1096–1281. Bókinni, sem höfundur
af hógværð sinni kallar „kver“ (bls. 6), er skipt upp í fjóra hluta auk „Inn -
gangs“ og „Söguloka“ og er samanlagt 337 blaðsíður. Það mun vera eitt um -
fangsmesta kver sem gefið hefur verið út á Íslandi. Eins og Sverrir bendir á,
í frásögn sinni um tilurð bókarinnar, hefur lengi verið „þörf á aðgengilegu
yfirlitsriti um Sturlungaöld“ (bls. 5), en það tímabil sem hann tekst á við er
mun lengra. Sturlungaöld — og baráttan um Ísland — verður varla skilin
nema með hliðsjón af pólitískri og kirkjusögulegri þróun allt frá lokum
elleftu aldar. Árið 1096, þegar Íslendingar samþykktu að borga tíund til
kirkjunnar, markar því fyrri tímamörk bókarinnar. Sögunni lýkur hins vegar
árið 1281, sama ár og Jónsbók var samþykkt á Alþingi og til var orðið ríkis-
vald „með embættismönnum og opinberu framkvæmdavaldi“ (bls. 11).
Bókinni er sem fyrr er sagt skipt upp í fjóra meginhluta. Í fyrsta hluta
bókarinnar, „klerkar breyta samfélagi“, er sjónum beint að þróun kirkju og
höfðingjavalds á tólftu öld fram að um 1190, því tímabili sem í hefðbundinni
sagnaritun hefur verið nefnt kirkjugoðaöld, m.a. vegna náinna tengsla ver-
aldlegs og andlegs valds. Veraldlegir höfðingjar voru oft prestvígðir, kirkjur
ritdómar238
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 238