Saga - 2017, Blaðsíða 99
kjarnann úr þessari dagbókarfærslu endurritaði Mackenzie í
ferðabók sinni Travels in the Island of Iceland (1811).39 Síðar í verkinu
bætti hann við langri umfjöllun um þá ákvörðun yfirvalda að leggja
niður þinghaldið á Þingvöllum. Þar var sleginn nýstárlegur tónn í
umræðum um staðinn:
Þó að flutningur yfirréttarins frá Þingvöllum til Reykjavíkur hafi lík lega,
þegar á allt er litið, horft til framfara þá hníga viss rök að því að
Íslendingar, sem þjóð, skuli hugsa til þessarar breytingar með eftirsjá.
Hinn árvissi fundur á Þingvöllum var ekki bara dómþing heldur sam-
kunda þjóðarinnar; og þó að dregið hefði úr mikilvægi þessa þings og
virðing þess beðið hnekki, vegna þess að eyjan var undir oki erlends
valds, þá hlýtur hugur Íslendingsins, á þeim stað þar sem glæstustu
forfeður hans höfðu iðulega komið, að hafa fyllst eldmóði og þjóðar -
stolti. „Hic sacra, hic genus, hic majorum multa vestigia!“ Meira að segja
í augum skáldsins glatast allt við slíka breytingu. Nú er Íslend ingum
stefnt fyrir opinberan dómstól landsins í litlum og hrörlegum húsa-
kynnum sem eru rúin skrauti og jafnvel hversdagslegustu húsgögnum;
þar sem ekkert er til reiðu til að auka ytri virðingu þingsins, eða gefa til
kynna að þetta sé þjóðleg stofnun. Á þingunum á Þing völlum var ytri
glæsileiki af skornum skammti en til mótvægis var tilkomumikil nátt-
úran yfir og allt um kring og gaf umhverfinu hátíðlegri og alvöru -
þrungnari blæ. Á bökkum Öxarár, þar sem stríður straumur árinnar
rennur út í vatnið, sem gyrt er myrkum og snarbröttum fjöllum, var um
átta hundruð ára skeið haldið árlegt þing þjóðarinnar. Þetta er staður
einstakra óbyggða og eyðileika; hvert sem litið er blasa við ægilegustu
afleiðingar fornra umbrota og upplausnar; á meðan náttúran blundar í
dauðaþögn þeirra ógna sem hún hefur skapað. Hérna söfnuðust lög-
sögumennirnir, goðarnir og almenningur saman. Litlu tjaldbúðirnar
þeirra, sem risu á árbakkanum, nutu skjóls af hrjúfum hamra veggjun -
um; og á litlum grasbala mitt á milli þeirra var haldið þingið sem
tryggði með ákvörðunum sínum farsæld og friðsæld þjóðarinnar.40
Ástæða er til að vekja athygli á latnesku setningunni sem Mackenzie
vitnar til. Hún er úr riti Síserós Um lögin (1. öld f.kr.) og má þýða
svo: „Hér eru helgidómar vorir, hér er ætt vor, og hér eru fjölmörg
spor eftir forfeður vora.“41 Þetta eru orð sem gætu sómt sér vel sem
tileinkun framan við „Ísland“ Jónasar Hallgrímssonar.
jón karl helgason98
39 Sjá George Steuart Mackenzie, Travels in the Island of Iceland, bls. 210.
40 Sama heimild, bls. 317−318 (mín þýðing).
41 Ég vil þakka Gottskálk Þór Jenssyni fyrir þessa þýðingu og frjóa umræðu um
viðkomandi rit Síserós.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 98