Saga - 2017, Blaðsíða 193
fyrstu sérhæfðu geðspítölunum, sem yfirleitt voru miðsvæðis í stærri
borgum. Slíkt þótti vinna gegn bata sjúklinga og skapa ýmsan óróa
í borgarlífinu.21 Nokkuð hafði borið á því að íslenskir sjúk lingar
væru sendir á danska spítala. Það þótti Schierbeck bagalegt og
vinna gegn því að sjúklingarnir yrðu heilir. Í reglugerð frá 17. sept-
ember 1874 var tekið fram hve mikið Íslendingar ættu að borga fyrir
dvöl á ríkisspítölunum í Árósum og Vordingborg en þar voru þeir
flokkaðir með íbúum kaupmannahafnar, Færeyja, Grænlands og
nýlendnanna í Vesturheimi. Árið 1888 bættist síðan Middelfart-
geðspítalinn á Fjóni við, en reglugerð um inntöku sjúklinga frá
Íslandi hafði þegar verið sett fram árið 1884. Frá og með árinu 1888
voru ólæknandi sjúklingar síðan aðeins vistaðir í Viborg.22
Í dönskum geðveikraspítölum eru íslenzkir sjúklingar innan um heilan
hóp af dönskum sjúklingum, sem hann þekkir ekkert og getur vana -
lega ekki felt sig við, meðal annars af því, að þjóðernið er svo ólíkt,
hann fær mat, sem hann er óvanur að borða, íslenzku skilur enginn; og
það er fjarska-sjaldgæft, að þar komi nokkur landi hans, er hann geti
talað við á móðurmáli sínu.23
Það voru ekki einungis mannúðarsjónarmið sem hann nefndi til
sögunnar. Fyrir miðja nítjándu öld var það vaxandi trú á meðal
margra að hægt væri að lækna geðveikt fólk á sérbúnum spítölum.
Þar þótti gott atlæti og skipulagt frístundastarf, ásamt vinnu fram -
lagi sjúklinga, gera þeim gott. Þessi lækningaaðferð var kölluð „sið -
bætandi meðferð“ (e. moral treatment).24 Schierbeck sagði enn fremur:
sigurgeir guðjónsson192
21 Í ritinu Almindelige grundsætninger for daarevæsenets indretning nefndi Harald
Selmer (1814−1879) forstöðulæknir geðspítalans í Árósum óheppilega stað -
setningu Charité-spítalans í Berlín og hvernig sjúklingum var haldið að vinnu
sem nýttist þeim ekki til að ná bata. Harald Selmer, Almindelige grundsætninger
for daarevæsenets indretning (kaupmannahöfn: Udgivet af selskabet for trykke -
frihedens rette brug 1846), bls. 25 og bls. 45–46. W.A.F. Brown (1805−1885),
forstöðulæknir Montrose-hælisins í Skotlandi, nefndi hvernig hann hefði á
ferðum sínum séð sjúklingum í París neitað um bað og annan nauðsynlegan
aðbúnað vegna aðstöðuleysis. Andrew Scull, The Asylum as Utopia. WA.F.
Browne and the Mid-Nineteenth Century Consolidation of Psychiatry (London:
Tavistock/Routledge 1991), bls. 182.
22 Lovtidende for Kongeriget Danmark, 1874, bls. 296. Lovtidende for Kongeriget
Danmark, 1884, bls. 260; Lovtidende for Kongeriget Danmark, 1888, bls. 614−615.
23 Christian Schierbeck, „Nokkur orð um geðveikrahæli á Íslandi“, bls. 207.
24 kathleen Jones, Asylums and After. A Revised History of Mental Health Services
from the Early 18th Century to the 1990s (London: Athlone 1993), bls. 60−77;
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 192