Saga - 2017, Blaðsíða 171
Eins og áður voru skoðanir skiptar. Reyndar lagði meirihluti alls-
herjarnefndar neðri deildar til að frumvarpið yrði fellt en minnihlut-
inn tók undir stefnumið þess, enda hefðu lögin um ættarnöfn frá
1913 „að vonum rýrt mjög virðingu fyrir þeim.“73 Í allsherjarnefnd
efri deildar voru fulltrúar almennt hlynntari frumvarpinu.74
Þeir sem höfðu sig í frammi í blöðum og tímaritum voru ýmsir
orðnir sannfærðir um það að ættarnafnahefðin myndi líða undir lok:
„Hún verður úti á íslenzku fjallgörðunum þegar haustar að,“ sagði
til dæmis í Heimilisblaðinu.75 Og á næstu árum héldu andmælin
áfram. Menn töluðu óhikað um ættarnöfn sem óíslenskt fyrirbæri76
og gagnrýndu jafnvel að íslenskir skáldsagnahöfundar væru farnir
að láta persónur í verkum sínum bera ættarnöfn.77 Ýmsir þekktir
andans menn, eins og kristján Albertsson (sem tók sér ættarnafnið
Albertson) og Halldór kiljan Laxness, færðu á hinn bóginn margvís-
leg rök fyrir því að ekki bæri að hefta menn í því að taka upp og
halda ættarnöfnum sínum. Að mati kristjáns myndu ættarnöfn
renna styrkari stoðum undir íslenskt þjóðerni; kjarnyrt ættarnöfn,
íslensk að uppruna, væru æskilegri en sú einsleitni sem fylgdi end-
ingunum -son og -dóttir.78 Halldór skrifaði meðal annars:
Jeg hef fylgst með ættarnafnahreyfingunni frá upphafi, en verð að játa,
að jeg hef aldrei getað skilið ástæðuna fyrir írafári manna, gegn þessari
svokölluðu nýung. Mjer finst að hver maður eigi sanngirniskröfu á því,
að heita það sem hann helst vill, svo fremi að heiti hans fari eigi í bága
við almenna velsæmistilfinningu, og lít svo á að hverjum mætti vera
það í sjálfsvald sett, hvort hann kýs, að bæta nokkru eða engu við
skírnarheiti sitt, hvort hann vill kenna sig við föður eða móður, ætt eða
óðal, jurt eða stein. Á hitt hef jeg aldrei komið auga, að það væri nokk-
urt höfuðatriði frá íslensku menningarsjónarmiði, að menn bindi fremur
nöfn sín við feður sína, en hvað annað.79
páll björnsson170
73 Alþingistíðindi 1925. A, bls. 547 og 648.
74 Sama heimild, bls. 970–971.
75 „Ættarnöfnin“, Heimilisblaðið júlí 1916, bls. 99.
76 Árni Pálsson, „Sundurlausar hugleiðingar um höfuðborg hins ísl. konungs -
ríkis“, Ísafold 8. mars 1919, bls. 2.
77 A.J., „Orðmyndanir almennings“, Fréttir 10. júlí 1918, bls. 3; Jóhannes L.L.
Jóhannsson, „Sigurður Heiðdal“, Vísir 14. jan. 1922, bls. 3.
78 Sjá t.d. kristján Albertson: „Ættarnafnafrumvarp Bjarna Jónssonar frá Vogi“,
Lögrjetta 27. maí 1924, bls. 4; kristján Albertson: „Ættarnöfnin“, Lögrjetta 8. júlí
1924, bls. 1.
79 Halldór kiljan Laxness, „Ættarnöfn“, Vörður 11. apríl 1925, bls. 3.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 170