Saga - 2017, Blaðsíða 141
aðeins ein heimild og er hún frá honum sjálfum komin. Í æviágripi
sínu greinir hann frá því að honum hafi verið komið í fóstur að
Vallakoti í Reykjadal í Þingeyjarsýslu árið 1782 og hafi síðan verið á
flakki milli heimila í Reykjadal og búið við illan kost. Árið 1787 flutti
Jón til föður síns að Litlu-Laugum, þá að verða sjö ára.83
Slæmrar meðferðar Þorsteins á eiginkonu sinni er getið í ævi -
skrám84 og kann upphaflega heimildin að vera komin frá Jóni Espólín
(1769–1836), sýslumanni og sagnaritara, sem var samtíða þeim
Hólm fríði og Þorsteini. Frásögn hans um málið er í samræmi við
það sem fram kom á prestastefnunni vorið 1781 og fyrr var sagt
frá.85 Espólín var á barnsaldri þegar Hólmfríður sótti um skilnað að
borði og sæng og var hún um tíma búsett á heimili föður hans, á
Espihóli í Eyjafirði, eftir að hún yfirgaf Helgastaði. Samkvæmt vitnis -
burði Jóns Jakobssonar sýslumanns, föður Espólíns, um Hólmfríði
kom hún á heimilið fyrir milligöngu foreldra sinna og bjó þar árið
1782.86 Gera má ráð fyrir að Espólín hafi heyrt af skilnaði Hólm -
fríðar og Þorsteins sem strákur í föðurhúsum og jafnvel verið þar
samtíða Hólmfríði.
Eftir skilnað Hólmfríðar og Þorsteins að borði og sæng tvístraðist
fjölskyldan. Faðir Hólmfríðar sagði af sér prestskap árið 1782, flutti
vorið eftir að Grund í Eyjafirði og dó þar sumarið 1784.87 Um lífs -
feril og afdrif Margrétar finnast fáar heimildir og erfitt hefur reynst
að rekja búsetu hennar þar sem skráning sóknarmannatala var
gloppótt fram undir aldamótin 1800 og aðeins hluti kirkjubóka frá
þessum tíma hefur varðveist.88 Árið 1790 var hún stödd í Eyrar -
bakkakaupstað en hvort hún hafi verið þar búsett er ekki hægt að
sannreyna þar sem ekki eru til sóknarmannatöl frá þeim tíma. Næst
brynja björnsdóttir140
83 Jón Jónsson, Reykjahlíðarætt. Niðjatal síra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð (Reykja -
vík: Jón Jónsson frá Gautlöndum 1939), bls. 3–4; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar
æviskrár III, bls. 323.
84 Hannes Þorsteinsson, Guðfræðingatal, bls. 171; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar
æviskrár V, bls. 215; Jón Jónsson, Reykjahlíðarætt, bls. 4.
85 Jón Espólín, Ættartölubækur VII, bls. 1204, 6084, 6701.
86 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Vitnisburður Jóns Jakobssonar, Espihóli 2. ágúst
1782.
87 Hannes Þorsteinsson, Guðfræðingatal, bls. 171.
88 Loftur Guttormsson „Við rætur kirkjulegs regluveldis á Íslandi. Athugun á
skráningu sóknamanntala um miðbik 18. aldar“, Saga XXV (1987), bls. 47, 54,
56.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 140