Saga - 2017, Blaðsíða 100
Þau viðhorf sem þarna birtast eru einnig áberandi í ferðabók
skoska trúboðans Ebenezers Henderson, Iceland, or the Journal of a
Residence in that Island, during the Years 1814 and 1815 (1818). Hender -
son ferðaðist um landið þvert og endilangt á vegum Breska og
erlenda bíblíufélagsins og heimsótti Þingvelli tvívegis. Sumt í
lýsingu hans minnir vissulega á færslurnar í dagbókum landa hans
frá átjándu öld. Hann dáist í fyrri heimsókn sinni að mikilfengleik
náttúrunnar og upplýsir að ellihrumur Þingvallaprestur sé enn sem
fyrr tregur til að leyfa gestum að gista í guðshúsinu. En umræða
Hollands og Mackenzies um sögulegt gildi staðarins endurómar
einnig í skrifum Hendersons. Helsti munurinn felst í því að hann
ræðir sérstaklega mikilvægi kristnitökunnar:
Það sem veldur því, að Þingvellir eru taldir merkari staður en máske
nokkur annar í sögu landsins, er það, að þar var Alþingi háð í nærri níu
aldir. Árið 928, þegar Úlfljótslög voru innleidd, var æðsti dómstóllinn,
sem þangað til hafði verið á Hofi í kjósarhéraði, fluttur á þessa velli. …
Því koma þeir mikið við allar fornsögurnar, og þá má telja sjerstaklega
mikinn merkisstað fyrir það, að þar tók þjóðin öll löglega við kristinni
trú árið 1000.42
Áður en Henderson lýsir síðari heimsókn sinni til Þingvalla fjallar
hann, rétt eins og Mackenzie, um flutning þingsins til Reykjavíkur
og hvað vellirnir hafi fram yfir bæinn sem þingstaður. Þetta efni
varð síðar helsta kveikja Þingvallaljóða Jónasar:
Meðan Íslendingar hjeldu áfram að koma saman á Þingvöllum, lifði
frelsisandi og þjóðernisvitund. Og þó að þeir væru á hinum síðari öld-
um þingsins undir erlent konungsvald gefnir, þá hafði veldissprot -
anum verið haldið yfir þeim af svo mikilli mildi, að þeir gátu ekki
fundið til þess, að hag þeirra hefði hnignað af þeim sökum. Þeim var
unun í því að koma á þann stað, þar sem spaklegt vit og mælska for -
feðra þeirra hafði lengi getið sjer mikinn orðstír, og þeirra ágætu stjórn-
skipun hafði verið komið á, lög þeirra sett, dómarar kjörnir og öllum
hinum margbreytilegu málum þjóðarinnar endanlega ráðið.
Landið, sem við þeim blasti umhverfis á Þingvöllum, var líka til
þess fallið að endurvekja minningar um menn og atburði liðinna tíma.
Jafnframt gafst þeim tækifæri til þess að ræða það, er gerst hafði
umliðinn vetur og að endurnýja þann kunningsskap eða þá vináttu, er
hver skóp þingvelli …? 99
42 Ebenezer Henderson, Ferðabók. Frásagnir um ferðalög um þvert og endilangt Ísland
árin 1814 og 1815 með vetursetu í Reykjavík. Þýð. Snæbjörn Jónsson (Reykjavík:
Snæbjörn Jónsson 1957), bls. 22.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 99