Saga - 2017, Blaðsíða 120
gerðir um hjónaskilnaði fyrr á tíð auk MA-ritgerðar höfundar þess-
arar greinar. Elsa Hartmannsdóttir rannsakaði hjónaskilnaði sem
komu til meðferðar á prestastefnum í Hólabiskupsdæmi á tímabil -
inu 1658–1700 og Skálholtsbiskupsdæmi 1675–1734. Guðný Hall -
gríms dóttir kannaði bónarbréf vegna hjúskaparmála í skjalasafni
danska kansellísins á árabilinu 1801–1810.4 Líkt og ég sýni fram á í
MA-ritgerð minni sótti fólk, jafnt hjón og einstaklingar, sem búsett
var hér á landi á árabilinu 1873–1926 og vildi slíta hjónasambúð lög-
formlega, langflest um skilnað með leyfi stjórnvalda í gegnum fyrr-
greint leyfisveitingakerfi. konur áttu oftar frumkvæði að skilnaði en
karlar og algengasta ástæða skilnaðar var ósamlyndi og ólíkt geðs -
lag hjóna. Reglan um helmingaskipti eigna gilti við skilnað en forsjá
barna var oftast falin mæðrum og samið var um meðlagsgreiðslur
með börnum frá maka.5
Í þessari grein verður farið aftar í tímann en fyrrgreind rannsókn
mín náði til og greint frá skilnaðarmáli sem átti sér stað skömmu
fyrir aldamótin 1800. Skjöl um þetta tiltekna mál fann ég í skjala -
safni danska kansellísins í Þjóðskjalasafni, þegar ég kannaði hvort
gefin hefði verið út tilskipun til íslenskra embættismanna í tengslum
við tímamótaúrskurð sem kveðinn var upp í tveimur skilnaðarmál-
um í Danmörku, sumarið 1790, og má telja upphaf leyfisveitinga-
kerfisins um hjónaskilnaðarleyfi með undanþágu frá gildandi lög-
um. Engin tilskipun fannst og rannsókn mín á þróun leyfisveitinga-
kerfis Danakonungs í skilnaðarmálum leiddi í ljós að formleg til-
skipun var aldrei gefin út í kjölfar úrskurðarins. Hann hafði samt
sem áður fordæmisgildi við úrlausn skilnaðarbeiðna sem eftirleiðis
bárust til konungs. Það var svo árið 1796 að fyrstu formlegu laga-
reglurnar um leyfisveitingar konungs í skilnaðarmálum voru sett-
ar.6
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 119
4 Sjá: Lbs.-Hbs., Elsa Hartmannsdóttir, Dæmt sundurslitið. Hjónaskilnaðir á
Íslandi frá upphafi byggðar til ársins 1800. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla
Íslands 1995; Lbs.-Hbs., Guðný Hall gríms dóttir, Íslenskir hjónaskilnaðir í danska
kansellíinu: Rannsókn á tíu skilnaðarmálum. BA-ritgerð í sagnfræði við Há-
skóla Íslands 2001.
5 Lbs.-Hbs., Brynja Björnsdóttir, „Ég vil heldur skilja við þann sem ég elska heldur
en að lifa í ósamlyndi alla ævi“, bls. 61–62, 79–80, 91, 96–97, 106–109.
6 J. Nelleman, Ægteskabsskilsmisse ved kongelig bevilling, bls. 69–71; Lovsamling for
Island I‒XXI. bindi (kaupmannahöfn: Höst 1853‒1889), hér VI. bindi, bls. 230–
231 („Cancellie Circulaire til Stiftbefalingsmanden og Amtmændene i Island,
ang. Forlögspröve mellem separerede Ægtefolk, 14. maí 1796“).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 119