Saga - 2017, Blaðsíða 157
samanburðar má geta þess að árið 2016 báru rúmlega þrír af hverj-
um hundrað körlum þetta nafn.29 Því má ef til vill segja að hin sögu-
lega framvinda hafi hvatt almenning til þess að taka málin í sínar
hendur, að með vaxandi hreyfanleika fólks, þéttbýlismynduninni og
fjölmiðlabyltingunni hafi það orðið sífellt flóknara að vera með svo
marga alnafna á sviðinu. En þótt Jón-unum hafi hlutfallslega fækkað
svo mikið hefur sá siður lifað til dagsins í dag að vísa til hins
almenna, ónafngreinda borgara sem Jóns Jónssonar.
Rétt er að taka fram að ekki var rætt um kvenmannsnöfn í þessu
samhengi. Með öðrum orðum, sú staðreynd að fjöldi kvenna bæri
nafnið Guðrún komst ekki á dagskrá í hinni opinberu orðræðu.
karlar báru þau nöfn sem máli skiptu, deilurnar um ættarnöfnin
snerust fyrst og fremst um þá — ekki um konur.30 Staða kvenna sem
nafnbera fléttaðist þó aðeins inn í umræðuna um ættarnöfn og voru
skoðanir skiptar. Í blaðinu Vestra var einfaldlega fullyrt árið 1901:
„Það er öllum kunnugt að um allan hinn mentaða heim er það siður
að ættir hafa ættarnöfn, og að konan tekur sjer nafn mannsins þegar
hún giptist, enda hefir slíkt mjög marga kosti.“31 Hér birtist það
viðhorf að með giftingunni renni konur inn í karllegginn, verði
órjúfanlegur hluti af því sem skilgreint er sem ætt eiginmannsins og
þannig eigi hlutirnir að vera, vilji Íslendingar teljast til menntaðra
þjóða. Fáeinum árum síðar birtust þó andstæð viðhorf í Kvenna -
blaðinu:
Nú er mikið ritað og rætt um, að vera sannur Íslendingur, — og nafnið
„sannur Íslendingur“ nær jafnt til kvenna sem karla, sömuleiðis er líka
ritað og rætt um „kvenfrelsi“; hvorttveggja bendir þetta til sjálfstæðis.
En ættu þá ekki íslenzku konurnar að vera svo sjálfstæðar, að bera sitt
rétta föðurnafn, eða er það svo, að þeim þyki skömm að föðurnafninu?
… Eins og það er eðlilegt, að útlendar konur, sem hingað flytjast, nefni
sig sínu eigin eða mannsins ættarnafni, eins sýndist mér það ónáttúr -
legt og óíslenzkt af íslenzku konunum, að skrifa sig ekki þeirra rétta
föðurnafni.32
páll björnsson156
29 Sjá Vef. Hagstofa Íslands, eiginnöfn karla 1. janúar 2016, https://hagstofa.is/
talnaefni/ibuar/faeddir-og-danir/nofn/ Sótt 23. maí 2017.
30 Nafnið Jón Jónsson var auk þess miklu algengara, eins og gefur að skilja, en
nafnið Guðrún Jónsdóttir.
31 „Óþjóðlegur hjegómaskapur“ [aths. ritstj.], Vestri 31. des. 1901, bls. 34.
32 Gömul sveitakona, „Föðurlandið og þjóðbúningurinn“, Kvennablaðið 13:5
(1907), bls. 34.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 156