Saga - 2017, Blaðsíða 126
prestastefnan ekki heimild til að kveða upp skilnaðardóm í þessu
máli vorið 1781.26 Heimilisofbeldi var þó litið alvarlegum augum og
var refsivert athæfi samkvæmt Norsku lögum kristjáns V. frá 1687.
Hefði Þorsteinn verið kærður til veraldlegra dómstóla gat hann átt
yfir höfði sér að vera sendur í erfiðisvinnu á Brimarhólm.27
Niðurstaða prestastefnunnar var sú að Hólmfríði væri ekki óhætt
að búa með Þorsteini. Hún væri „hrædd og huglítil orðin“ af illri
sambúð við mann sinn og mætti því dvelja annars staðar á öruggum
stað þangað til úrskurður konungs um hennar „væntanlegu Suppli -
que“ kæmi. Breytni Þorsteins gagnvart konu sinnni var álitin ókristi -
leg og hneykslanleg. Á prestastefnunni sagði Þorsteinn sig úr presta -
stétt og það var áréttað að biskup tæki ákvörðun um hvort Þor -
steinn skyldi standa opinberar skriftir. Um forsjá barnsins og fjármál
hjónanna var ekki rætt enda var það málefni ekki innan valdsviðs
kirkjunnar.28 Fyrir milligöngu kristjáns Jóhannssonar, prófasts og
bróður Margrétar, komust á sættir árið 1783 milli Þorsteins og fyrr-
verandi tengdaforeldra hans þannig að hann greiddi þeim 26 ríkis-
dali.29 Hálfu ári eftir prestastefnuna var bónarbréf Hólmfríðar til
konungs tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í kansellíinu í kaup -
manna höfn.30
Bónarleið til Danakonungs
Allir þegnar konungs áttu rétt á því að leita til hans um úrlausn per-
sónulegra málefna. Í krafti konungslaga einveldisins frá árinu 1665
gat Danakonungur veitt þegnum sínum undanþágu frá gildandi
lögum að eigin geðþótta og með gildistöku Dönsku og Norsku laga
kristjáns V. var lögfestur réttur allra undirsáta til að „supplicera um
nokkud þeim áliggjande“ til konungs eins og segir í lögunum. For -
máli lögbókanna er ritaður í nafni konungs og í landsföðurlegum
tón, með áherslu á „konunglega umsorgun“ sem hann ber fyrir sín-
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 125
26 Lovsamling for Island I, bls. 119–124.
27 Kong Christians þess fimta Norsku løg a islensku utløgd, 6. bók 5. kafli gr. 7, d. 670;
Lýður Björnsson, „18. öldin“, Saga Íslands VIII. Ritstj. Sigurður Líndal (Reykja -
vík: Hið íslenska bókmenntafélag 2006), bls. 22–23.
28 ÞÍ. Biskupsskjalasafn BIV/6. Prestastefnubók Hólabiskupsdæmis 1717–1795.
29 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Ævir lærðra manna, 66. bindi, bls. 3.
30 Vef. Rigsarkivet (RA). Danske kancelli, F III supplikker nr. 1304, 1777–1799,
https://www.sa.dk/ao-soegesider/da/billedviser?epid=19981036#271537,
51707328, sótt 21. ágúst 2017.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 125