Saga - 2017, Blaðsíða 104
Graftarhaugur Þorleifs jarlaskálds … hefur nú að mestu skolast burt
við árleg flóð í ánni Öxará.54
Rétt er að vekja athygli á að þessi orð eru vitnisburður um gleymsku
fremur en minningar. Séu þau borin saman við skrif Hollands og
Mackenzies má álykta að viðhorf Finns til Þingvalla — sú fullyrðing
að enn geti heimamenn bent framandi ferðamönnum á Lögberg og
Snorrabúð — mótist í jafnríkum mæli af lestri ferðabóka og sjálf -
stæðri vettvangsferð á staðinn. Í inngangi skýrslu sinnar nefnir
Finnur Travels in the Island of Iceland eftir Mackenzie meðal heimilda
sinna og vitnar ítrekað til verksins.55 Orð Hendersons um gremju
Íslendinga yfir flutningi þingsins til Reykjavíkur minna hins vegar
á að ýmislegt í skrifum ferðamannanna kann að vera bergmál við -
horfa sem Íslendingar á borð við Finn og Benedikt viðruðu í eyru
þeirra; hér hlýtur að vera um gagnkvæm áhrif að ræða.
Í tilskipuninni frá vorinu 1817, þar sem tíu fornleifar á Íslandi
eru friðaðar, koma Þingvellir í Árnessýslu ekki við sögu. Drjúgur
hluti hinna friðuðu minja eru legsteinar, flestir með rúnaáletrunum,
en viðamestu fornleifarnar eru Borgarvirki í Víðidal í Húna vatns -
sýslu, dómhringur á Þingvöllum á Þórsnesi (skammt frá Stykkis -
hólmi) og Snorralaug í Reykholti. Skömmu eftir að tilskipunin var
gefin út stóð Finnur að því, fyrir hönd fornleifanefndarinnar, að
senda út spurningalista til íslenskra prófasta og presta til að afla
betri upplýsinga um fornleifar á einstökum stöðum. Á næstu fjórum
árum bárust nefndinni hátt í 150 skýrslur, þar á meðal frá séra Páli
Þorlákssyni á Þingvöllum. Skýrsla hans er dagsett 8. ágúst 1817 og
er athyglisvert að prestur ver mestu rými í að ræða fornminjar frá
söguöld sem eru fjarri gamla þingstaðnum. Þeirra á meðal eru þrír
hugsanlegir fornmannahaugar í Grafningi og steinninn Grettistak
hver skóp þingvelli …? 103
54 Sbr. Finnur Magnússon, „Udsigt over mærkelige oldsager i Island, forsaavidt
som de enten ere til endnu, eller og have været til sidst i det 18de Aar -
hundrede“, í Frásögur um fornaldarleifar 1817−1823 II. Ritstj. Sveinbjörn Rafns -
son (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar 1983), bls. 615−639, bls. 620. Hér
er vitnað í þýðingu Sveinbjörns Rafnssonar, „Jónas Hallgrímsson og fræði
fornra minja“, bls. 160. Það vekur athygli að Finnur skuli kenna Snorrabúð við
Snorra Sturluson, en ekki Snorra goða eins og Henderson hafði gert og Finnur
gerði sjálfur í skrifum sínum 1838.
55 Sjá Finnur Magnússon, „Udsigt over mærkelige oldsager i Island“, bls. 616,
618, 619, 621, 627 og 639. Einnig vitnar hann í skrif Hendersons sem birst höfðu
á dönsku 1816, sbr. bls. 620.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 103