Saga - 2017, Blaðsíða 136
að flytja milli sýslna, þ.e. úr Eyjafjarðarsýslu í Mýrasýslu. Athuga -
semd í meðmælabréfi Hálfdánar Einarssonar stiftprófasts, frá árinu
1783, um betri aðstæður og nýtt hjónaband vekur mann til umhugs-
unar um hvort Hólmfríður hafi haft í hyggju að sækja um algjöran
skilnað rúmum tveimur árum eftir að hún fékk skilnað að borði og
sæng. Meldal amtmaður hefur sennilega látið þessi gömlu vottorð
fylgja með til styrktar beiðni Margrétar um skilnað fyrir hönd dóttur
sinnar, en ekki er fyllilega ljóst af hverju hann hefur talið þess þörf
þar sem búið var að safna saman nýjum vitnisburðum.65 Það var
Meldals að ákveða hvort bónarbréf Margrétar færi áfram til skrif-
stofu danska kansellísins. Það er ekki að sjá af viðbrögðum Meldals
við bónarbéfi Margrétar að framganga hennar í skilnaðarmáli dótt-
urinnar hafi verið því til fyrirstöðu að málið væri sent áfram til kon-
ungs. Hann mælir með að skilnaðarleyfið verði veitt og bónarbréfið
komst á leiðarenda.66
Í álitsgerð kansellísins um afgreiðslu leyfis til algjörs hjóna-
skilnaðar er vitnað í þau skjöl sem Meldal sendi, ásamt bónarbréfi
Margrétar, og áður útgefið leyfi til skilnaðar að borði og sæng, ásamt
ástæðu skilnaðarins, árið 1781. Gerð er grein fyrir rökstuðningi ís -
lenskra embættismanna fyrir því að Hólmfríður fái algjöran skiln að
við Þorstein og vísað til frásagnar Meldals þar sem fram kemur að
eiginmaðurinn sé ósanngjarn, hjónabandið sé sennilega báðum til
byrði og engin von um að það verði þeim til hamingju. Forsendur
og ástæður, sem þarna voru tilgreindar, hafa verið ásættanlegar að
mati kansellísins og í júní 1791, tæpu ári eftir að Margrét ritaði
íslenskar mæðgur skrifa danakonungi 135
mál í Hólabiskupsdæmi 1717–1795; Alþingisbækur Íslands, XVII, bls. 186; Vef.
RA. Danske kancelli. F III supplikker nr 1304, 1777–1799. https://www.sa.dk/
ao-soegesider/da/billedviser?epid=19981036#271537,51707328; F 5 forestill
ings protokoll 2-kvartal 1791 nr. 1304 folio 1173–1178, https://www.sa.dk/ao-
soegesider/billedviser?bsid=271726#271726,51761549; F III supplikker nr. 3184,
1777–1799, https://www.sa.dk/ao-soegesider/da/billedviser?epid=19981036#
271630,51732068 sótt 4. febr úar 2017.
65 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Uppkast að svarbréfi nr. 6, 24. júní 1791, „om et
Ægteskabs aldeles Ophævelse“. Lovsamling for Island IV, bls 580–582 („Reskript
til Stiftebefalingsmand Thodal og Biskopperne Finnur Jonsson Teitsson, ang.
Skudsmaal og Reisepasser, 11. april 1781“).
66 ÞÍ. Danska kansellí kA/45. Th. Meldal „Allerunderdanigst Erklæring“,
Bessastaða konungsgarði 1. febrúar 1791.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 135